Gat ekki átt bæði fyrirtækin

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Borgarstjóri er væntanlega að tala um ef og þegar arðgreiðslur verða hugsanlega 20 milljarðar á ári þá komi í ljós að söluverðið árið 2006 hafi verið of lágt. En arðgreiðslur eru að jafnaði 1,5 milljarðar á ári, það er raunveruleikinn.“

Þetta segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, á vefsíðu sinni í dag. Þar svarar hann ummælum Dags B. Eggertssonar borgarstjóra nýverið þess efnis að hlutur borgarinnar í Landsvirkjun hafi verið seldur á of lágu verði fyrir tæpum áratug síðan. Spár um mögulegar framtíðararðgreiðslur fyrirtækisins væru til marks um það. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynduðu meirihluta í borgarstjórn þegar hlutur borgarinnar var seldur.

Halldór bendir á að verðið fyrir hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafi verið sameiginleg niðurstaða matsmanna allra eigenda fyrirtækisins. Þá hafi verið búið að gefa framleiðslu og sölu á orku frjálsa á þessum tíma og fyrir vikið hafi Reykjavíkurborg ekki getað verið eigandi að bæði Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun enda væru félögin í samkeppni á raforkumarkaði.

„Það vissi auðvitað enginn árið 2006 hvernig Landsvirkjun og verðmæti hennar myndi þróast. Vinstri menn hafa nú meira og minna verið á móti öllum verkefnum Landsvirkjunar sem skapa henni arð þannig að árið 2006 höfðu borgarfulltrúar kannski áhyggjur af því að Landsvirkjun myndi dala í verði,“ segir Halldór ennfremur.

Velta megi málinu endalaust fyrir sér. Þannig megi allt eins reikna dæmið út frá núverandi arðgreiðslum á þann veg að Reykjavíkurborg hafi hagnast mjög á sölu hluts síns í Landsvirkjun miðað við þróunina til þessa. „Það er a.m.k. ekki hægt að sýna fram á það ennþá að þetta hafi verið vondur díll þarna árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK