Líflegar umræður hafa myndast á Facebook síðu Arla skyr þar sem tugir Íslendinga hafa gripið til varna fyrir íslenska skyrið.
Mbl vakti í gær athygli á Facebook síðunni þar sem sænska fyrirtækið Arla, sem nýverið hóf sölu á skyri í Bretlandi, segist vera með ekta íslenskt skyr. Þar segist fyrirtækið vera á Höfn á Íslandi og fullvissar breskan viðskiptavin um að skyrið sé íslenskt. Hið rétta er að fyrirtækið er hvorki með útibú hér á landi né er skyrið selt í verslunum hérlendis.
MS hyggst hins vegar fara með íslenska skyrið á breska markaðinn í sumar.
Frétt mbl.is: Arla segist íslenskt og á Höfn
Eitthvað virðist þetta hafa farið fyrir brjóstið á Íslendingum sem skamma fyrirtækið rækilega fyrir misvísandi auglýsingaherferðina.
Arla hefur hins vegar engu svarað.
Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, segist ekki hafa rætt við Arla um málið en hann ætlar að funda með forstjóra Mjólkursamsölunnar mun funda um það á eftir og skoða hvernig best er að fara með það. Þá segir hann löggjöfina í Bretlandi varðandi þessi mál vera annars konar en á Íslandi og því þurfi að skoða málin vandlega
Þá bendir hann á að MS hafi verið í samkeppni við Arla á skyrmarkaðnum í Danmörku og þar hafi aldrei verið gefið í skyn að Arla skyrið væri íslenskt. „Það hljóta að vera einhverjir aðrir að stjórna hlutunum í Bretlandi en í Danmörku,“ segir hann. „Ég held hreinlega að þetta hljóti að vera einhver mistök, því þetta er svo lúðalegt, að þykjast vera einhver annar en maður er.“
Frétt mbl.is: Gæti komið MS vel í Bretlandi
Hér að neðan má sjá færslurnar þar sem Íslendingar láta í sér heyra.
Skyr has been eaten and enjoyed for generations. See for yourself.
Posted by Arla Skyr on Tuesday, April 28, 2015
Take on a big bowl of Arla Skyr, then the great outdoors.
Posted by Arla Skyr on Tuesday, April 28, 2015