Afturkalla álit um eftirgjöf skulda

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisskattstjóri hefur afturkallað bindandi álit um skattlagningu eftirgefinna skulda þrotabúa. Komið hefur í ljós að undirbúningi þess var áfátt þar sem í álitinu var ekki nægjanlega glöggur munur gerður á eftirgefnum skuldum rekstraraðila og ógreiddum kröfum við lok gjaldþrotaskipta. Verður því nýtt álit gefið út innan fárra daga.

Ríkisskattstjóri biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir á heimasíðu embættisins.

Morgunblaðið greindi frá álitinu í síðustu viku þar sem fram kom að þrotabú væru skattskyld vegna tekna sem myndast við að skuldir umfram eignir, sem ekki fást greiddar við uppgjör á búinu við gjaldþrot, séu felldar niður. 

Samkvæmt þessu hefði mismunur á kröfum og eigum þrotabúa átt að bera 36% tekjuskatt. Skatturinn hefði verið skilgreindur sem búskrafa og því gengið framar öðrum kröfum.

Slitastjórnir stóðu þannig frammi fyrir þeim kosti að leita áfram nauðasamninga, þar sem niðurfelling skulda leiðir af sér álagningu 20% tekjuskatts, eða að fara gjaldþrotaleið þar sem á sama skattstofn yrði lagður tekjuskattur í efra þrepi eða 36%. Síðari leiðin hefði falið í sér 80% hærri skatt en sú fyrrnefnda.

Umdeilt álit

Álitið hefur verið gagnrýnt og sagði  Hróbjartur Jónatansson, hæstaréttarlögmaður og formaður slitastjórnar VBS eignasafns hf., m.a. að álitið myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar í för með sér í íslensku viðskiptalífi ef því yrði ekki hnekkt. „Þessi niðurstaða ríkisskattstjóra er mjög einkennileg stjórnsýsla, svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði hann.

Þá sagði Guðbjörg Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, að álitið hefði komið sér mjög á óvart.

KPMG var jafnframt ósammála meginniðurstöðu ríkisskattstjóra. Að áliti félagsins var röng sú forsenda sem RSK gaf sér; að það feli í sér eftirgjöf á skuldum að eignir hrökkvi ekki fyrir þeim. „Með kröfulýsingu í bú gerir kröfuhafi kröfu til fullra efnda. Hann verður hins vegar að sæta því að fá ekki fullar efndir vegna ónógra eigna skuldara. Í því felst ekki eftirgjöf, heldur tap á kröfu,“ sagði KPMG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK