Asía skarar fram úr

Fimm lönd Asíu eru efstu sæt­un­um þegar kem­ur að mennta­mál­um í heim­in­um, sam­kvæmt nýrri rann­sókn OECD um mennta­mál. Ísland er í 33 sæti en Finn­land stend­ur best að vígi meðal ríkja Evr­ópu, er í sjötta sæti.

Ríki Afr­íku eru í neðstu sæt­un­um, Gana er í því neðsta en alls eru 76 lönd í sam­an­tekt­inni.

Singa­púr er í efsta sæti, Hong Kong í öðru, Suður-Kórea því þriðja og í fjórða til fimmta sæti eru Jap­an og Taív­an.

Eist­ar koma á eft­ir Finn­um, Sviss er í átt­unda sæti, Hol­land ní­unda og Kan­ada í tí­unda sæti. Pól­land er í ell­efta sæti list­ans en Víet­nam er í 12. Bret­land er í sæti 20 og Banda­rík­in í 28.

Nor­eg­ur í sæti 25 og Dan­mörk í sæti 22. Sví­ar reka lest­ina af Norður­lönd­un­um og eru í sæti 35.

Um er að ræða sam­an­b­urð á milli 76 landa sem bygg­ir á niður­stöðu úr próf­um og sýnd eru tengsl á milli hag­vaxt­ar og mennt­un­ar.

BBC er með gagn­virka fram­setn­ingu á rann­sókn­inni

OECD

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK