Götuveitingastaðir týna tölunni

Ódýrir, fljótlegir og án óþarfa skrauts. Götuveitingastaðir í Hong Kong hafa þjónað viðskiptavinum sínum í áratugi. Þar er hægt að fá nánast allt milli himins og jarðar. 

En veitingabásarnir eiga nú undir högg að sækja. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar spruttu þeir upp eins og gorkúlur. Í dag eru þeir aðeins um 30 í borg sem telur um 7 milljónir íbúa. 

Maturinn er matreiddur með einföldum hætti undir berum himni. Viðskiptavinir sitja undir berum  himni sem er mjög fágætt í borginni þar sem flestir veitingastaðir bjóða aðeins upp á borðstofur í loftkældum húsum.

Unga fólkinu finnst staðirnir gamaldags og velja frekar nýtískulegri skyndibitastaði. Þeir sem eldri eru óttast að bráðum verði þessi geiri veitingabransans allur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK