Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch ákvað í dag að halda lánshæfismatið sínu á Grikklandi óbreyttu með þeim skilaboðum að greiðsluþrot landsins væri „raunverulegur möguleiki.“
Fitch staðfesti þar með lánshæfismatið CCC sem Grikkland fékk upphaflega í mars. Dregin er upp dökk mynd af stöðu grískra efnahagsmála í mati fyrirtækisins. Skortur sé á markaðsaðgengi, óvíst með greiðslur Grikklands af skuldbindingum sínum og takmarkað lausafé í bankageiranum. Allt þetta og fleira setti mikinn þrýsting á ríkisfjármál landsins.