Betur borgið utan evrusvæðisins

Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands.
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands. AFP

Fjár­málaráðherra Grikk­lands, Yan­is Varoufa­k­is, harm­ar þann dag þegar Grikk­ir gerðust aðilar að evru­svæðinu. Hann er þeirr­ar skoðunar að hags­mun­um lands­ins væri bet­ur borgið ef það hefði haldið í sjálf­stæðan gjald­miðil sinn. 

Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un Larry Elliott, viðskipta­rit­stjóra breska dag­blaðsins Guar­di­an, á frétta­vef blaðsins í dag. Ráðherr­ann segi enn­frem­ur að innst inni vildu for­ystu­menn evru­ríkj­anna óska þess að hug­mynd­in um evr­una hefði verið kæfð í fæðingu en þeir gerðu sér hins veg­ar grein fyr­ir því að þegar ríki hef­ur einu sinni tekið upp gjald­miðil­inn sé ekki aft­ur snúið án þess að það hafi hrika­leg­ar af­leiðing­ar.

Elliott seg­ir að þetta sé allt hár­rétt hjá gríska fjár­málaráðherr­an­um. Hann seg­ir að það sé ljóst að Grikk­land hafi gert mis­tök með því að ger­ast aðili að evru­svæðinu á sín­um tíma. Elliott seg­ir að það sé að sama skapi ljóst að Grikk­ir væru bet­ur sett­ir með sjálf­stæðan gjald­miðil í ljósi þess að gríska hag­kerfið hafi dreg­ist sam­an um 25%. Ef Grikk­ir segðu skilið við evr­una fylgdu því efna­hags­leg­ir erfiðleik­ar eins og fjár­magns­höft, minna traust á grísku efna­hags­lífi og að skipta evr­um út fyr­ir hinn nýja gjald­miðil.

Verra að vera áfram á evru­svæðinu?

Spurn­ing­in sé hins veg­ar sú hvort efna­hags­leg­ir erfiðleik­ar Grikkja yrðu verri við það að yf­ir­gefa evru­svæðið. Bend­ir Elliott á að Grikk­land glími þegar við gríðarlega efna­hags­lega erfiðleika með evr­una sem gjald­miðil og hafi gert það frá ár­inu 2010. Hann seg­ir að Al­ex­is Tsipras, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, standi frammi fyr­ir tveim­ur kost­um. Ann­ars veg­ar að fram­fylgja stefnu sinni um að hafna frek­ari aðhaldsaðgerðum í Grikklandi sem sam­rým­ist ekki áfram­hald­andi veru á evru­svæðinu eða gef­ast upp fyr­ir kröf­um lán­ar­drottna lands­ins.

Elliott velt­ir því fyr­ir sér hvort erfiðleik­ar Grikkja myndu ganga hraðar yfir ef þeir væru með sjálf­stæðan gjald­miðil og vitn­ar til skrifa bresku hag­fræðing­anna Roger Bootle og Jessica Hinds hjá hug­veit­unni Capital Economics í þeim efn­um. Þau vísi til reynslu Íslands. Íslend­ing­ar hafi vissu­lega þurft að glíma við erfiðleika; fjár­magns­höft, mikla geng­is­lækk­un og sam­drátt í hag­kerf­inu. Hins veg­ar hafi Ísland náð sér á strik aft­ur og viðvar­andi hag­vöxt­ur verið hér á landi frá ár­inu 2011. Geng­is­fall krón­unn­ar hafi leikið lyk­il­hlut­verk í því sam­bandi.

Lífstíðardóm­ur án mögu­leika á náðun

Elliott bend­ir á að ferðamannaiðnaður­inn á Íslandi hafi blómstrað í kjöl­farið sem og út­flutn­ings­grein­arn­ar og að mati þeirra Bootle og Hinds myndi það sama ger­ast hjá Grikkj­um ef þeir segðu skilið við evru­svæðið. Fjár­magns­höft myndu skaða hag­kerfið líkt og raun­in hafi verið á Íslandi, en þeirra gæti orðið þörf jafn­vel þó að Grikk­land yrði áfram á evru­svæðinu. Lægra gengi nýs gjald­miðils yrði langt því frá ein­hver töfra­lausn. En eft­ir fimm ár af mikl­um erfiðleik­um liti áfram­hald­andi evruaðild út eins og lífstíðardóm­ur án mögu­leika á náðun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK