Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 8,5%

Íbúðaverð heldur áfram að hækka.
Íbúðaverð heldur áfram að hækka. mbl.is/Styrmir Kári

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði á síðasta ári um 8,5% milli ára. Það hefur haldið áfram að hækka það sem af er þessu ári og var um 10% hærra á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Á sama tímabili fjölgaði þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu um 11,5% og leiguverð hækkaði um 8,5%.

Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands sem komu út fyrr í vikunni.

Þar segir að hækkun húsnæðisverðs hafi að mestu stafað af verðhækkunum fjölbýlis enda hafi verið skortur á minni íbúðum að undanförnu. Verð á sérbýli hefur þó tekið við sér á fyrsta fjórðungi ársins. Ein möguleg skýring sé að eftirspurn eftir sérbýli hafi aukist vegna þess aðð verðið var orðið hagstætt miðað við verð á íbúðum í fjölbýli.

Segir jafnframt að hækkun íbúðaverðs sé í ágætum takti við helstu efnahagsstærðir. Þannig hafi hlutfall íbúðaverðs af tekjum og byggingarkostnaði verið um eða rétt yfir langtímameðaltali sínu um nokkurt skeið, ólíkt því sem sést í mörgum öðrum OECD-ríkjum.

Seðlabankinn bendir einnig á að raunverð atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafi einnig hækkað töluvert að undanförnu og velta aukist. Verðið hafi verið um 18% hærra á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra og hafi hækkað um tæplega helming frá því að það var lægst á fjórða ársfjórðungi 2011. Það sé nú orðið hærra en það hafi verið að meðaltali frá árinu 1990.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK