Lágir vextir valda erfiðleikum

Seðlabanki Evrópu í Frankfurt
Seðlabanki Evrópu í Frankfurt Ómar Óskarsson

Sögu­lega lág­ir stýri­vext­ir á evru­svæðinu veld­ur stjórn­end­um fyr­ir­tækja höfuðverk en fyr­ir­tæk­in neyðast til þess að setja millj­arða evra til hliðar svo þau geti mætt líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um starfs­manna.

Lág­ir stýri­vext­ir Seðlabanka Evr­ópu og ít­rekaðar skulda­bréfa­út­gáf­ur valda því að ávöxt­un á skulda­bréfa­markaði hef­ur lækkað um­tals­vert.

Þetta þykja ekki góðar frétt­ir fyr­ir fyr­ir­tæki sem bjóða starfs­mönn­um sín­um upp á auk­in líf­eyr­is­rétt­indi ofan á eft­ir­laun frá hinu op­in­bera.

Líkt og bank­ar og trygg­ing­ar­fé­lög þá reyna sjóðir fyr­ir­tækja að fjár­festa í skulda­bréf­um eða treysta á vexti á fjár­fest­in­um sín­um til þess að há­marka fjár­fest­ingu sína. En vegna þess hve lág­ir vext­ir eru á evru-svæðinu þá má leiða lík­um af því að það geti reynst fyr­ir­tækj­um erfitt að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar á kom­andi árum.

Það er einkum í Þýskalandi sem fyr­ir­tæki hafa komið upp slík­um sjóðum en um 17,8 millj­ón­ir Þjóðverja hafa skrifað und­ir slíkt sam­komu­lag við vinnu­veit­end­ur sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK