Icesave-málið lifir enn

Tær snilld Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til …
Tær snilld Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta Icesave sem þáverandi bankastjóri Landsbankans kallaði eitt sinn tæra snilld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ices­a­ve-málið lif­ir enn og EFTA-dóm­stóll­inn á eft­ir að svara þrem­ur spurn­ing­um Seðlabanka Hol­lands (DNB) og breska inni­stæðusjóðsins (FSCS) áður en málið fer aft­ur heim í hérað til úr­lausn­ar.

Líkt og flest­um er kunn­ugt kvað EFTA-dóm­stóll­inn upp þann úr­sk­urð í byrj­un árs 2013, í svo­nefndu Ices­a­ve-máli, að ís­lenska ríkið bæri ekki ábyrgð á skuld­bind­ing­um Trygg­ing­ar­sjóðs inni­stæðueig­enda og fjár­festa (TIF).

Í kjöl­far þess ákváðu DNB og FSCS að beina kröf­um sín­um að ís­lenska inni­stæðutrygg­inga­sjóðnum. Dóms­málið fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur snýst um þá kröfu. Gerð er krafa um greiðslu vaxta af hlut­deild TIF í greidd­um inn­stæðutrygg­ing­um auk kostnaðar stefn­enda af út­greiðslu til breskra og hol­lenskra inn­stæðueig­enda vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna.

Tim Ward rek­ur málið fyr­ir Ísland

Guðrún Þor­leifs­dótt­ir, stjórn­ar­formaður TIF, seg­ir að málið verði lík­lega ekki tekið fyr­ir hjá EFTA-dóm­stóln­um fyrr en að loknu sum­ar­leyfi. Þá seg­ir hún að TIF og þeirra lög­mann­steymi séu á fullu í und­ir­bún­ingi, en líkt og áður mun lögmaður­inn Tim Ward gæta hags­muna Íslands.

Stefnu­fjár­hæðin er há en líkt og fram kom í frétta­til­kynn­ingu TIF í fyrra nam höfuðstóll­inn fyr­ir utan vexti og kostnað tæp­lega 556 millj­örðum ís­lenskra króna. Þar af hljóðar krafa Breta upp á 452,1 millj­arð króna og krafa Hol­lend­inga er upp á 103,6 millj­arða króna. Ýtrustu kröf­ur má hins veg­ar meta á um 1000 millj­arða með vöxt­um og kostnaði. 

Guðrún seg­ir að vaxtakraf­an hafi ekki verið reiknuð aft­ur upp en ljóst er að hún hef­ur hækkað frá því að til­kynn­ing­in var gef­in út.

Höf­um góðar varn­ir

Þá seg­ir hún að með til­liti til stefnu­fjár­hæðar taki sjóður­inn mál­inu al­var­lega en tel­ur Íslend­inga hins veg­ar hafa ýms­ar varn­ir í mál­inu; bæði hvað varðar ís­lensk lög og Evr­ópu­til­skip­an­ir.

Í stefnu­fjár­hæðinni er innifal­inn höfuðstóll Ices­a­ve-kröf­unn­ar. Guðrún bend­ir á að hann muni nán­ast ör­ugg­lega fást að fullu greidd­ur úr þrota­búi Lands­bank­ans. Eft­ir standi því kröf­ur um vexti og kostnað kostnað sem hlaupa á hundruðum millj­arða.

EFTA-dómstóllinn mun að líkum svara spurningunum í haust áður en …
EFTA-dóm­stóll­inn mun að lík­um svara spurn­ing­un­um í haust áður en málið fer aft­ur fyr­ir Héraðsdóm Reykja­vík­ur. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK