Verðhjöðnun mældist 0,1% í Bretlandi í aprílmánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem verðhjöðnun mælist frá því að breska hagstofan hóf samræmdar mælingar árið 1960. Samkvæmt áætlunum frá hagstofunni mældist einmitt 0,6% verðhjöðnun á því ári og eru því 55 ár síðan þetta gerðist síðast.
Stærsti áhrifaþátturinn var lægra verð á flugfargjöldum og og siglingum.
Englandsbanki hafði áður varað við því að verðhjöðnun gæti mælst á stuttu tímabili á þessu ári. George Osborne, bankastjóri Englandsbanka, sagði þetta aðeins vera tímabundið ástand og að því ætti ekki að rugla saman við skaðlega og varandi verðhjöðnun.
Þegar verðhjöðnun mælist 0,1% þýðir það að vörur sem kostuðu 100 pund í apríl 2014 ættu að hafa kostað 99,9 pund í apríl á þessu ári.
BBC greinir frá þessu.