Vanskilin nema 7,1 milljarði

4,28% heimila eru með lán sín hjá ÍLS í vanskilum.
4,28% heimila eru með lán sín hjá ÍLS í vanskilum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Vanskil einstaklinga lækka frá fyrri mánuði samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs en alls eru 4,28 prósent heimila með lán sín í vanskilum. Heildarfjárhæð vanskilanna nemur 7,1 milljarði króna. 

Vanskil og frystingar tengjast nú 7,02 prósent alls lánasafns ÍLS og fjöldi fullnustueigna er 1.667 og þar af eru 754 íbúðir í útleigu.

Fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam alls 3,9 milljörðum króna og nam undirliggjandi lánavirði 24 milljörðum króna. Tengjast því vanskil 16,34% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í apríl 2015 námu 906 milljónum króna, en af því voru almenn lán 296 milljónir króna. Til samanburðar námu almenn útlán í apríl 2014, 318 milljónum króna. Meðalfjárhæð almennra lána var 11,9 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK