Varar ferðamenn við leigubílum við Oslóar-flugvöll

Flug-hraðlestin milli Gardemoen flugvallar og miðborgar Osló
Flug-hraðlestin milli Gardemoen flugvallar og miðborgar Osló Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leigu­bíll frá Gardermoen-flug­velli í Osló get­ur kostað á bil­inu 500 til 1.500 norsk­ar krón­ur, eða um 8.500 til 26.000 ís­lensk­ar krón­ur, og er verðið hæst á nótt­unni. Farmiðið með hraðlest­inni kost­ar hins veg­ar 170 norsk­ar krón­ur, sem sam­svar­ar um þrjú þúsund ís­lensk­um krón­um.

Túristi bend­ir á leigu­bíl­stjór­ar víða um heim bjóða fólki fast verð fyr­ir skutl milli flug­vall­ar og miðborg­ar. Það sé hins veg­ar ekki gert í Nor­egi og er ferðalöng­um því bent á mik­inn kostnað sem fylg­ir slíkri leigu­bíla­ferð.

Í sam­tali við E24 seg­ist formaður ferðamálaráðs Nor­egs, Bente Holm, hafa áhyggj­ur af þessu. Hún seg­ir að ár­lega ber­ist fjöldi kvart­ana frá óánægðum viðskipta­vin­um leigu­bíla­stöðvanna.

Til að kom­ast hjá því að borga 30 þúsund krón­ur fyr­ir leigu­bíl­inn þá ráðlegg­ur Bente Holm fólki að biðja leigu­bíl­stjór­ana um fast verð áður en lagt er í hann eða að panta sér bíl á net­inu sem þá bíður eft­ir fólki við kom­una til Nor­egs.

Þá seg­ir hún ein­föld­ustu leiðina vera að taka hraðlest­ina, líkt og að fram­an grein­ir.

Allt árið um kring fljúga Icelanda­ir, Norweg­i­an og SAS frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Ósló­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK