Varar ferðamenn við leigubílum við Oslóar-flugvöll

Flug-hraðlestin milli Gardemoen flugvallar og miðborgar Osló
Flug-hraðlestin milli Gardemoen flugvallar og miðborgar Osló Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Leigubíll frá Gardermoen-flugvelli í Osló getur kostað á bilinu 500 til 1.500 norskar krónur, eða um 8.500 til 26.000 íslenskar krónur, og er verðið hæst á nóttunni. Farmiðið með hraðlestinni kostar hins vegar 170 norskar krónur, sem samsvarar um þrjú þúsund íslenskum krónum.

Túristi bendir á leigubílstjórar víða um heim bjóða fólki fast verð fyrir skutl milli flugvallar og miðborgar. Það sé hins vegar ekki gert í Noregi og er ferðalöngum því bent á mikinn kostnað sem fylgir slíkri leigubílaferð.

Í samtali við E24 segist formaður ferðamálaráðs Noregs, Bente Holm, hafa áhyggjur af þessu. Hún segir að árlega berist fjöldi kvartana frá óánægðum viðskiptavinum leigubílastöðvanna.

Til að komast hjá því að borga 30 þúsund krónur fyrir leigubílinn þá ráðleggur Bente Holm fólki að biðja leigubílstjórana um fast verð áður en lagt er í hann eða að panta sér bíl á netinu sem þá bíður eftir fólki við komuna til Noregs.

Þá segir hún einföldustu leiðina vera að taka hraðlestina, líkt og að framan greinir.

Allt árið um kring fljúga Icelandair, Norwegian og SAS frá Keflavíkurflugvelli til Óslóar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK