Gera ráð fyrir 100 milljarða afgangi

Viðskiptaafgangur á fyrsta ársfjórðungi nam 12 milljörðum. Samkvæmt spá Íslandsbanka …
Viðskiptaafgangur á fyrsta ársfjórðungi nam 12 milljörðum. Samkvæmt spá Íslandsbanka mun stærsti ársfjórðungurinn vera sá þriðji, en þá kemur t.d. til stærstur hluti ferðasumarsins. Rósa Braga

Viðvarandi afgangur af utanríkisviðskiptum undanfarin ár er stór þáttur í þeim mikla bata sem orðið hefur á erlendri stöðu þjóðarbúsins. Er nú svo komið að undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins er viðráðanleg, og útlit er fyrir að áframhaldandi viðskiptaafgangur og uppgjör slitabúa gömlu bankanna muni enn bæta stöðuna næsta kastið. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka, en undirliggjandi viðskiptaafgangur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 12 milljarðar.

Þessi niðurstaða, sem kom fram í nýbirtum tölum Seðlabankans, er um 4,8 milljörðum meiri afgangur en á sama fjórðungi í fyrra, en mun minna en sá 27,5 milljarða undirliggjandi viðskiptaafgangur sem var að jafnaði á hverjum ársfjórðungi árið 2014. Þáttatekjur án áhrifa slitabúa voru óhagstæðar um 2,2 milljarða á fjórðungnum og rekstrarframlög voru óhagstæð um 3,2 milljarða. Þegar lá fyrir að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði nam 17,3 milljörðum á tímabilinu. Að slitabúunum meðtöldum nam þáttatekjuhalli hins vegar 10,8 milljörðum og viðskiptaafgangur 3,3 milljörðum. Þar verður að hafa í huga að reiknuð vaxtagjöld gömlu bankanna vega talsvert þungt í síðarnefndu tölunum, en þar er að stórum hluta um bókhaldsæfingu að ræða fremur en raunverulegar greiðslur. 

Gera enn ráð fyrir 100 milljarða viðskiptaafgangi

Greiningardeildin gerir ráð fyrir í nýútkominni þjóðhagsspá sinni að undirliggjandi viðskiptaafgangur muni nema 4,9% af landsframleiðslu í ár, sem samsvarar ríflega 100 milljörðum og er ekkert í þessum nýju tölum Seðlabankans sem breytir þeirri skoðun þeirra.

Segir í greiningunni að líklegt sé að drjúgur hluti þessa afgangs komi til á 3. ársfjórðungi, þegar þjónustuafgangur nær hámarki vegna ferðamannastraums hingað til lands. Í fyrra átti til að mynda nærri helmingur 120,5 milljarða undirliggjandi viðskiptaafgangs ársins uppruna á þeim fjórðungi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK