Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings munu beita sér fyrir því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður séu ákjósanlegar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í erindi kröfuhafa föllnu bankanna til stjórnvalda. Ríkið mun fá stighækkandi hlutdeild söluverðsins í sinn vasa af báðum sölunum samkvæmt því sem slitastjórnirnar leggja til.
Í tillögum Glitnis er fyrirvari um að bankinn verði ekki seldur ef mat óháðs alþjóðalega viðurkennds fjárfestingarbanka sýnir að söluverð undir 90% af áætluðu verðmati.
Í frétt Kjarnans um málið kemur fram að íslenska ríkið geti fengið um 53,8 milljarða í íslenskum krónum ef Íslandsbanki verður seldur til innlendra fjárfesta á bókfærðu virði hans, en ef hluturinn er seldur til erlendra aðila á sama verð getur ríkið fengið allt að 117 milljarða, í erlendum gjaldeyri. Þá segir í fréttinni að búist sé við að erlendir fjárfestar verði kynntir til sögunnar í næstu viku.
Í tillögum Glitnis kemur fram að skipta skal afkomu af sölu Íslandsbanka milli stjórnvalda og Glitnis á eftirfarandi hátt sé hann seldur til innlendra aðila.
(i) Afkoma á bilinu umfram 85 til 119 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda.
(ii) Afkoma umfram 119 milljarða allt að 136 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda.
(iii) Afkoma umfram 136 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda.
Sé bankinn aftur á móti seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans miðað við skráð evru 5. júní 2015. Þó skal við erlenda skal eigið fé bankans umfram 23% eiginfjárhlutfall renna að öllu leyti til stjórnvalda.
Í tillögum Kaupþings kemur fram að kröfuhafar muni styðja gerð hagnaðarskiptasamnings við stjórnvöld vegna eignarhlutar í Arion banka þannig að skiptingin verði eftirfarandi:
(i) Afkoma á bilinu umfram 100 til 140 milljarðar skal rennur einn þriðji til stjórnvalda.
(ii) Afkoma umfram 140 milljarða allt að 160 milljörðum rennur til helminga til stjórnvalda.
(iii) Afkoma umfram 160 milljarðar rennur að þremur fjórðu hlutum til stjórnvalda.