„Kröftugur“ hagvöxtur á fyrsta fjórðungi

Gert er ráð fyrir að vöxtur í einkaneyslu á árinu …
Gert er ráð fyrir að vöxtur í einkaneyslu á árinu verði drifinn áfram af töluverðum vexti kaupmáttar. mbl.is/Kristinn

Hag­fræðideild Lands­bank­ans seg­ir að tölu­vert kröft­ug­ur hag­vöxt­ur hafi mælst á fyrsta árs­fjórðungi, en vöxt­ur­inn nam 2,9% borið sam­an við sama fjórðung árið áður. Alls juk­ust þjóðarút­gjöld, sem er sam­tala einka­neyslu, sam­neyslu og fjár­muna­mynd­un­ar, um 9,9% en þau hafa ekki vaxið jafn hratt síðan á öðrum árs­fjórðungi 2006.

Vöxt­ur­inn í þjóðarút­gjöld­um var að miklu leyti bor­inn uppi af fjár­muna­mynd­un en áhrif af einka­neyslu vógu þar einnig tölu­vert, að því er fram kem­ur í Hag­sjá hag­fræðideild­ar­inn­ar.

Það sem skýr­ir tölu­vert lægri vöxt lands­fram­leiðslu en þjóðarút­gjalda var nei­kvætt fram­lag ut­an­rík­is­viðskipta. Útflutn­ing­ur jókst um 2,7% en inn­flutn­ing­ur um 23% en veru­leg­ur hluti af aukn­um inn­flutn­ingi skýrist af flug­véla­kaup­um.

Hag­fræðideild­in bend­ir á að einka­neysla hafi auk­ist um 3,9% sem sé í sam­ræmi við kröft­ug­an vöxt á síðustu fjórðung­um en meðal­vöxt­ur í einka­neyslu á síðustu fjór­um fjórðung­um hef­ur verið 3,8%.

Þjóðhags­spá hag­fræðideild­ar frá því í maí ger­ir ráð fyr­ir 4,5% vexti einka­neyslu yfir árið í heild og að sá vöxt­ur verði drif­inn áfram af tölu­verðum vexti kaup­mátt­ar ásamt auðsáhrif­um vegna skuld­aniður­greiðslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á verðtryggðum hús­næðislán­um ein­stak­linga.

Þannig er gert ráð fyr­ir að kaup­mátt­ur auk­ist um 5,8% á þessu ári sök­um veru­legra launa­hækk­ana en þegar áhrifa þeirra fer síðan að gæta á verðbólgu verði vöxt­ur kaup­mátt­ar lít­ill á næstu árum þrátt fyr­ir um­tals­verðar launa­hækk­an­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK