Snjóhengjan brædd í útboði

Már Guðmundsson seðlabankastjóri á kynningarfundi um losun fjármagnshafta í gær.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri á kynningarfundi um losun fjármagnshafta í gær. mbl.is/Golli

Svonefndar aflandskrónur teljast nú um 300 milljarðar, en þær eru eftirstöðvar vaxtamunarviðskipta á árunum 2005 til 2008. Fram kemur í ritinu Drög að uppgjöri að Seðlabankinn hafi áætlað við setningu hafta að aflandskrónurnar væru þá samtals um 650 milljarðar króna.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir eigendur aflandskróna munu geta valið nokkrar leiðir.

„Þeir munu fá valkosti. Þeir geta valið að taka þátt í gjaldeyrisútboði með sínar krónur eða að festa þessar krónur til lengri tíma, annaðhvort í krónum eða í erlendri mynt. Þá er sá hluti ekki lengur orðinn snjóhengja sem skríður fram þegar við losum höftin,“ segir Már og tekur fram að þriðji möguleikinn sé að féð fari á vaxtalausa og læsta reikninga.

Mun ráðast af útboðinu

„Þeir geta valið að fara út með krónurnar í gegnum útboð þar sem við leggjum til gjaldeyrinn. Í hvaða mæli það verður á eftir að koma í ljós og ræðst líka í útboðinu. Við eigum eftir að hanna útboðið í smáatriðum í samvinnu við erlenda sérfræðinga.“

Már segir það munu skýrast hvernig Seðlabankinn er í stakk búinn að fara þessa leið m.t.t. gjaldeyrisforðans.

„Nú er sá hluti forðans sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum kominn yfir 100 milljarða og heldur áfram að vaxa. Svo verður auðvitað til skoðunar að ríkissjóður þarf að endurfjármagna eitthvað af erlendum lánum sem fara að koma á gjalddaga. Nú verður lagt mat á þessi atriði. Það er á það að líta að sá gjaldeyrir sem yrði ráðstafað í þetta bætir líka lausafjárstöðu þjóðarbúsins eftir afnám hafta. Það er vegna þess að stór hluti snjóhengjunnar er í formi skammtímaskulda. Hún myndi lækka verulega við útboðið. Þannig að hlutfallið milli forða og skammtímaskulda gæti batnað, þótt við notum forðann. En þetta á eftir að koma í ljós,“ segir Már.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK