Hækka stýrivexti bankans

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um 0,5%. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 5%, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands.

Í til­kynn­ingu seg­ir að sam­kvæmt nýbirt­um þjóðhags­reikn­ing­um nam hag­vöxt­ur 2,9% á fyrsta fjórðungi árs­ins, neysla og fjár­fest­ing juk­ust um 6,4% og þjóðarút­gjöld alls um tæp­lega 10%. Ásamt kröft­ug­um bata á vinnu­markaði benda þess­ar töl­ur til að vöxt­ur efna­hags­um­svifa sé áþekk­ur maí­spá Seðlabank­ans.

Frétt Morg­un­blaðsins: Hækk­un stýri­vaxta sögð yf­ir­vof­andi

Þótt verðbólga sé enn lít­il hafa verðbólgu­horf­ur versnað veru­lega miðað við síðustu spá Seðlabank­ans og verðbólgu­vænt­ing­ar hafa áfram hækkað. Nú eru horf­ur á að verðbólga verði meiri en bank­inn spáði í maí, sem rekja má til þess að þegar hef­ur verið samið um mun meiri launa­hækk­an­ir en gert var ráð fyr­ir í spá bank­ans.

Til þess að liðka fyr­ir kjara­samn­ing­um hef­ur rík­is­stjórn­in kynnt aðgerðir sem munu auka rík­is­út­gjöld og draga úr skatt­tekj­um. Aðgerðirn­ar hafa enn sem komið er ekki verið fjár­magnaðar og fela því að öðru óbreyttu í sér slök­un á aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um.

Einnig hafa verið kynnt­ar aðgerðir stjórn­valda er miða að því að búa í hag­inn fyr­ir los­un fjár­magns­hafta. Sum­ar þeirra munu afla rík­is­sjóði tekna sem mik­il­vægt er að verði ráðstafað þannig að það verði ekki til þess að auka enn frek­ar á spennu í þjóðarbú­skapn­um með því að virkja pen­inga­magn sem til þessa hef­ur verið óvirkt. Pen­inga­stefnu­nefnd­in mun fylgj­ast grannt með fram­vind­unni og grípa til viðeig­andi aðgerða til mót­væg­is ef þörf kref­ur.

Í yf­ir­lýs­ing­um nefnd­ar­inn­ar und­an­farið hef­ur ít­rekað verið bent á að mikl­ar launa­hækk­an­ir og sterk­ur vöxt­ur eft­ir­spurn­ar gætu grafið und­an ný­fengn­um verðstöðug­leika og valdið því að hækka yrði vexti á ný.

Horf­ur um þróun launa­kostnaðar, hækk­un verðbólgu­vænt­inga og vís­bend­ing­ar um öfl­ug­an vöxt eft­ir­spurn­ar valda því að óhjá­kvæmi­legt er að bregðast nú þegar við versn­andi verðbólgu­horf­um þrátt fyr­ir að verðbólga sé enn und­ir mark­miði. Enn frem­ur virðist ein­sýnt að hækka þurfi vexti um­tals­vert í ág­úst og frek­ar á kom­andi miss­er­um eigi að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK