Seðlabanki Simbabve hefur tilkynnt að gjaldmiðli landsins verði skipt út fyrir fimm erlenda gjaldmiðla. Simbabveski dollarinn er einn verðlausasti gjaldmiðill heims.
Öllum innlánsreikningum, með innistæðum frá núll til 175 kvaðrilljónum simbabveskra dala, verður skipt út fyrir reikninga með fimm Bandaríkjadölum.
Kvaðrilljón er þúsund trilljarðar.
Íbúar landsins hafa nú þegar skipt yfir í aðra gjaldmiðla að miklu leyti en í fyrra voru fimm erlendir gjaldmiðlar gerðir að lögeyri í landinu.
Mikil óðaverðbólga hefur verið í Simbabve undanfarin ár en ekki er vitað með þessu hver hún er nákvæmlega, þar sem nokkur ár eru síðan hagstofan í landinu birti síðast verðbólgumælingar.