Fjármagnshöft líkleg í Grikklandi

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði á föstudaginn lánshæfiseinkunn fjögurra stærstu banka Grikklands tveimur dögum eftir að fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn landsins sjálfs. 

Lánshæfiseinkunn Alpha Bank, Eurobank, National Bank of Greece og Piraeus Bank var lækkuð úr CCC+ í CCC. Fram kemur í rökstuðningi S&P að ástæðan sé einkum það mat fyrirtækisins að Grikkland lendi að öllum líkindum í greiðsluþroti innan 12 mánaða takist ekki að semja um skuldir landsins við alþjóðlega lánadrottna.

Þá segir S&P að vaxandi líkur séu á að fjármagnshöftum verði komið á í Grikklandi til þess að stemma stigum við frekara útflæði innistæðna úr bönkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK