Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði á föstudaginn lánshæfiseinkunn fjögurra stærstu banka Grikklands tveimur dögum eftir að fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn landsins sjálfs.
Lánshæfiseinkunn Alpha Bank, Eurobank, National Bank of Greece og Piraeus Bank var lækkuð úr CCC+ í CCC. Fram kemur í rökstuðningi S&P að ástæðan sé einkum það mat fyrirtækisins að Grikkland lendi að öllum líkindum í greiðsluþroti innan 12 mánaða takist ekki að semja um skuldir landsins við alþjóðlega lánadrottna.
Þá segir S&P að vaxandi líkur séu á að fjármagnshöftum verði komið á í Grikklandi til þess að stemma stigum við frekara útflæði innistæðna úr bönkum.