Tími Grikklands á þrotum?

Svo virðist sem framtíð Grikkja verði ákveðin á fundi fjármálaráðherra …
Svo virðist sem framtíð Grikkja verði ákveðin á fundi fjármálaráðherra evruríkja í Lúxemborg þann 18. júní. AFP

Hlutabréfamarkaðurinn í Grikklandi hefur brugðist við vaxandi ótta um útgöngu Grikkja úr Evrópusambandinu þar sem bréfin hafa fallið í verði í þrjá daga í röð. Frakklandsforseti segir skamman tíma vera til stefnu. 

Markaðir hafa brugðist við fundarslitum Grikkja og lánadrottna þeirra á sunnudag þar sem hlutabréf féllu um 1,3 prósent í morgun. Þá lækkuðu bréfin um 4,7% í gær og 5,9% í fyrradag.  

Í morgunpósti IFS greiningar kemur fram að bandarísk hlutabréf féllu við opnun markaða, ásamt evrópskum, á meðan ávöxtunarkrafa bandarískra ríkisskuldabréfa lækkaði og evran veiktist gagnvart helstu viðskiptamyntum. Markaðsaðilar telja að bæði Grikkir og lánadrottnar þurfi að ganga að skilmálum sem þeim hugnast ekki og að það muni skila sér í sveiflukenndri viku á mörkuðum

Þann 30. júní verður gríska ríkið að greiða næstu greiðslu af lán­um sín­um frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Sú greiðsla hljóðar upp á 1,6 millj­arða evra en óvíst er að gríska ríkið geti staðið við þá greiðslu.

Frétt mbl.is: Vilja fara „íslensku leiðina“

Í gær sagði Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, að Grikkir væru að leita eftir langtímasamning sem væri til þess fallinn að binda endir á efnahagskrísuna. „Það er mikilvægt að loka þessum vítahring og að ná ekki bara samningum sem draga okkur aftur í þessa stöðu eftir sex mánuði,“ hefur BBC eftir honum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þá sagt að ESB þurfi að fallast á útgöngu Grikklands úr sambandinu ef Grikkir geta ekki komið með sannfærandi hugmyndir að hagræðingaraðgerðum að samningaborðinu.

Francois Hollande, Frakklandsforesti, sagði þá á mánudag að lítill tími væri til stefnu til þess að koma í veg fyrir þá stöðu og útgöngu Grikklands. 

Langt í land

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að enn sé langt á milli aðila; á milli þess sem Grikkir eru reiðubúnir til þess að gera og þess sem lánadrottnar vilja að verði framkvæmt, til þess að unnt sé að veita Grikkjum neyðarlán. Neyðarlánið til Grikkja sem nú er samið um er að fjárhæð 7.2 milljarða evra.

Kröfur AGS lúta að því að Grikkir skeri lífeyrisgreiðslur frekar niður og hækki virðisaukaskatt, svo að hægt sé að ná 1% tekjuafgangi af rekstri ríkissjóðs. Ríkisstjórn Tsipras og fyrirrennarar hennar telja að lífeyrisgreiðslurnar séu aftur á móti ósnertanlegar og hafa ríkisstjórnir sem reyna að eiga við lífeyriskerfi Grikkja verið fældar frá stjórn.

Svo virðist sem framtíð Grikkja verði ákveðin á fundi fjármálaráðherra evruríkja í Lúxemborg þann 18. júní.

Í morgunpósti IFS greiningar er bent á að mánaðar fólgið flökt á Evru/Dollar myntkrossinum náði 14.39% í viðskiptum í gær, sem er hæsta gildi frá desember 2011.

Alexis Tsipras vill ekki skera niður lífeyrisgreiðslur.
Alexis Tsipras vill ekki skera niður lífeyrisgreiðslur. AFP
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að enn sé langt á milli aðila.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að enn sé langt á milli aðila. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK