Frönskurnar seldust upp

Ólafur Arnalds með nokkrar sósur frá Reykjavík Chips.
Ólafur Arnalds með nokkrar sósur frá Reykjavík Chips. Mynd/Twitter síða Reykjavík Chips

„Salan var bara meiri en framleiðslan og við þurftum að taka okkur pásu til þess að útbúa meira,“ segir Friðrik Dór, tónlistarmaður og einn eiganda nýja frönskustaðarins „Reykjavík Chips.“ Staðurinn var opnaður í gær, á þjóðhátíðardaginn, og franskarnar seldust upp á aðeins fjórum klukkustundum.

Ásamt Friðriki eiga þeir Arnar Dan, Hermann Óli og Ólafur Arnalds einnig staðinn, þar sem einungis er boðið upp á heimagerðar franskar kartöflur ásamt tíu tegundum af sósum. Reyjavík Chips er á Vita­stíg 10.

Friðrik segir að eftirspurnin hafi einfaldlega verið vonum framar en bætir við að nóg hafi verið til af kartöflum. Hins vegar sé það smá ferli að búa til franskarnar og því varð nauðsynlegt að taka pásu til þess að útbúa meira. „Litla eldhúsið okkar hélt ekki alveg í við þetta,“ segir Friðrik og bætir við örtröðin hafi haldið áfram um kvöldið þegar opnað var aftur.

Viðbrögðin gleðja

Að venju var margmenni í miðbænum í gær sökum hátíðarhalda og má því segja að fyrsti „hefðbundni“ dagurinn hafi verið í dag. Friðrik segir daginn hafa gengið mjög vel fyrir sig og að stöðugt flæði hafi verið.

Þá segir hann fólk virðast ánægt með nýjustu viðbótina við veitingastaðaflóruna af viðbrögðum á samfélagsmiðlum að dæma. „Mér sýnist fólk vera ánægt og það gleður okkur mjög mikið,“ segir Friðrik Dór.

<blockquote class="twitter-tweet">

Kæru vinir. Aðsóknin í dag var mögnuð. 800 skammtar á 4 klst! Við þurftum að loka til að undirbua fleiri skammta. Opnum aftur klukkan 19!

— Reykjavík Chips (@reykjavikchips) <a href="https://twitter.com/reykjavikchips/status/611230953399304192">June 17, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

 Frétt mbl.is: Friðrik Dór opnar frönskustað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK