Frönskurnar seldust upp

Ólafur Arnalds með nokkrar sósur frá Reykjavík Chips.
Ólafur Arnalds með nokkrar sósur frá Reykjavík Chips. Mynd/Twitter síða Reykjavík Chips

„Sal­an var bara meiri en fram­leiðslan og við þurft­um að taka okk­ur pásu til þess að út­búa meira,“ seg­ir Friðrik Dór, tón­list­armaður og einn eig­anda nýja frönsk­ustaðar­ins „Reykja­vík Chips.“ Staður­inn var opnaður í gær, á þjóðhátíðardag­inn, og fransk­arn­ar seld­ust upp á aðeins fjór­um klukku­stund­um.

Ásamt Friðriki eiga þeir Arn­ar Dan, Her­mann Óli og Ólaf­ur Arn­alds einnig staðinn, þar sem ein­ung­is er boðið upp á heima­gerðar fransk­ar kart­öfl­ur ásamt tíu teg­und­um af sós­um. Reyja­vík Chips er á Vita­stíg 10.

Friðrik seg­ir að eft­ir­spurn­in hafi ein­fald­lega verið von­um fram­ar en bæt­ir við að nóg hafi verið til af kart­öfl­um. Hins veg­ar sé það smá ferli að búa til fransk­arn­ar og því varð nauðsyn­legt að taka pásu til þess að út­búa meira. „Litla eld­húsið okk­ar hélt ekki al­veg í við þetta,“ seg­ir Friðrik og bæt­ir við ör­tröðin hafi haldið áfram um kvöldið þegar opnað var aft­ur.

Viðbrögðin gleðja

Að venju var marg­menni í miðbæn­um í gær sök­um hátíðar­halda og má því segja að fyrsti „hefðbundni“ dag­ur­inn hafi verið í dag. Friðrik seg­ir dag­inn hafa gengið mjög vel fyr­ir sig og að stöðugt flæði hafi verið.

Þá seg­ir hann fólk virðast ánægt með nýj­ustu viðbót­ina við veit­ingastaðaflór­una af viðbrögðum á sam­fé­lags­miðlum að dæma. „Mér sýn­ist fólk vera ánægt og það gleður okk­ur mjög mikið,“ seg­ir Friðrik Dór.

Kæru vin­ir. Aðsókn­in í dag var mögnuð. 800 skammt­ar á 4 klst! Við þurft­um að loka til að und­ir­bua fleiri skammta. Opn­um aft­ur klukk­an 19!

 Frétt mbl.is: Friðrik Dór opn­ar frönsk­ustað

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK