Norðmenn lækka stýrivexti

Norden.org

Norski seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 25 punkta, niður í eitt prósent. Bankinn segir að vaxtalækkunin sé eðlileg viðbrögð við lækkandi olíuverði í landinu. Varaði hann jafnframt við því að vextir gætu lækkað enn frekar í náinni framtíð.

„Þróunin í norska hagkerfinu hefur verið aðeins verri en við bjuggumst við og efnahagshorfurnar hafa versnað að einhverju leyti. Nefndin hefur þess vegna ákveðið að lækka stýrivextina núna,“ sagði Oystein Olsen seðlabankastjóri í yfirlýsingu.

Greinendur höfðu fastlega gert ráð fyrir vaxtalækkuninni, en þeir spá því að bankinn muni lækka vextina enn frekar á næstunni.

Lækkandi olíuverð hefur haft slæm áhrif á efnahag Noregs, en sem kunnugt er hefur olíuverð lækkað um fjörutíu prósent frá því í júní 2014. Fjárfestingar í olíuiðnaði hafa jafnframt dregist verulega saman í landinu og þá hefur störfum í geiranum fækkað um meira en tuttugu þúsund.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK