Kyrrsetja rússneskar eignir

Mikhail Khodorkovsky fyrrum forstjóri olíufélagsins Yukos sem knúið var í …
Mikhail Khodorkovsky fyrrum forstjóri olíufélagsins Yukos sem knúið var í þrot. AFP

Rússnesk yfirvöld hafa mótmælt ákvörðun Belga um að kyrrsetja eignir rússneska ríkisins í Belgíu. Úrskurður þess efnis var staðfestur fyrir dómstólum í Belgíu í gær sem liður í rannsókn á fallna olíufélaginu Yukos.

Sendiherra Rússlands í Belgíu segir ákvörðunina ögrun við Rússa og að hún brjóti gegn viðurkenndum venjum í alþjóðarétti.

Rússneskt ríkisfélag tók yfir olíufélagið Yukos í fyrra eftir að félagið var knúið í þrot. Árið 2014 komst alþjóðlegur gerðardómur að þeirri niðurstöðu að rússnesk yfirvöld hefðu misnotað vald sitt til þess að knýja Yukos í þrot og fangelsa yfirmann þess, Mickhail Khodorkovsky.

Vladimír Pútín tjáði sig um málið í gær og sagðist ekki viðurkenna niðurstöðu belgíska dómstólsins.

Frakkar hafa einnig kyrrsett rússneskar ríkiseignir. Er um að ræða innistæður í um 40 bönkum og átta eða níu fasteignir. Lögmaður eins hluthafa í Yukos segir að sama krafa og í Belgíu hafi einnig verið lögð fram fyrir dómstólum í Bretlandi, en bíði nú afgreiðslu.

Sjá frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK