„Erfiður dagur framundan“

Alls hafa verið teknir út 4,2 milljarðar evra út grískum …
Alls hafa verið teknir út 4,2 milljarðar evra út grískum bönkum á síðastliðnum vikum.

Seðlabankastjóri gríska seðlabankans varaði bankamenn í landinu við því að þriðjudagurinn gæti orðið afar erfiður en grísk stjórnvöld ná ekki að landa samkomulagið við Evrópusambandið.

Yannis Stournaras seðlabankastjóri hélt fund á föstudaginn fyrir æðstu stjórnendur í gríska bankakerfinu til þess að ræða erfiðleikana framundan. Fundargestir sem Reuters ræddi við, segir að Stournaras hafi ekki rætt möguleikann á gjaldeyrishöftum.

„Ef samkomulag næst ekki verður þriðjudagurinn erfiður og margar flóknar ákvarðanir sem þarf að taka,“ á Stournaris að hafa sagt við bankamennina. Stournaris ræddi einnig á fundinum um þær aðgerðir bankans til þess bæta lausafjárstöðu bankanna í landinu. Margir bankar hafa átt í erfiðleikum með að greiða fólki út peningana sína þar sem gríðarlegur fjöldi hefur ákveðið að það treysti ekki bönkunum.

„Við ræddum einfalda hluti eins hvernig við getum fyllt á hraðbankana hraðar. Það er mjög flókið skipulagsmál,“ segja bankamennirnir.

Evópski seðlabankinn heimilaði í síðustu viku gríska seðlabankanum að veita bönkum í landinu 1,8 milljarða evra í aðstoð til þess að halda bönkunum gangandi. Sú aðstoð mun þó aðeins duga í örfáa daga til viðbótar. 

„Við erum í ömurlegri stöðu. Ef ekkert samkomulag liggur fyrir á mánudag þá vita guðirnir einir hvað muni gerast á þriðjudag. Ekki einu sinni evrópski seðlabankinn sjálfur veit hvað mun gerast,“ segir annar bankamannanna.

Sammvæmt heimildarmönnum Reuters hafa íbúar á Grikklandi nú þegar óskað eftir að fá að taka út úr bönkunum meira en milljarð evra strax og þeir opna í fyrramálið. Til þess að fá að taka út háar upphæðir þarf fólk að skila inn skriflegri umsókn fyrirfram, til þess að bankinn geti séð til þess að nægt lausafé sé til staðar.

Alls voru teknir út 4,2 milljarðar evra í síðustu viku í stóru áhlaupi á grísku bankana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK