Sequential Brands Group hefur keypt upp alla hluti í Martha Stewart Living. Martha Stewart verður áfram í lykilhlutverki sem listrænn stjórnandi auk þess að sitja í stjórn félagsins og eiga hlut í hinu sameinaða fyrirtæki.
Í yfirlýsingu frá Stewart segir að þetta veiti fyrirtækinu tækifæri til þess að vaxa bæði í Bandaríkjunum og á erlendum mörkuðum.
Stewart stofnaði fyrirtækið árið 1997 eftir að hafa keypt alla hluti í Martha Stewart Enterprises af Time Inc. Hún steig hins vegar til hliðar eftir að hafa verið dæmd í fangelsi fyrir innherjasvik árið 2003 og mátti ekki sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins fram til ársins 2011.
Fyrirtækinu hefur gengið brösuglega upp á síðkastið en á síðasta ári var hætt að gefa út tímaritið Marha Stewart Living auk þess sem útgáfa Martha Stewart brúðkaupsblaðsins var seld til Meredith Corporation. Hagnaður dróst saman um 49% á síðasta ári.
Þá höfðaði stórverslunin Macy's mál á hendur Stewart eftir að hún hóf að selja vörur sínar í J.C. Penney þrátt fyrir að vera samningsbundin þeirri fyrrnefndu. Sáttir náðust en Martha Stewart Living hefur nú verið rekið með tapi í fimm ár.