Menntun hefur minnstu áhrifin á Íslandi

Á árunum 2004 til 2014 fóru tekjur fólks með framhalds- …
Á árunum 2004 til 2014 fóru tekjur fólks með framhalds- eða starfsmenntun úr 84,5% af tekjum háskólamenntaðra í 91,6%. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2013 var mun­ur ráðstöf­un­ar­tekna eft­ir mennt­un minnst­ur á Íslandi sam­an­borið við önn­ur Evr­ópu­ríki. Þeir sem höfðu ein­göngu lokið grunn­mennt­un voru með 86,3% af ráðstöf­un­ar­tekj­um þeirra sem höfðu lokið há­skóla­mennt­un en næst á eft­ir voru Svíþjóð, Nor­eg­ur og Hol­land með 80,3%, 77% og 73,6%.

Við sam­an­b­urð milli landa á þeim sem ein­göngu höfðu lokið grunn­mennt­un var miðgildi ráðstöf­un­ar­tekna á Íslandi árið 2013 það fjórða hæsta í Evr­ópu. Ísland var aft­ur á móti í 15. sæti yfir ráðstöf­un­ar­tekj­ur há­skóla­menntaðra. Þetta kem­ur fram hjá Hag­stof­unni.

Ráðstöf­un­ar­tekj­ur taka mið af heim­ilis­tekj­um, fjölda og aldri heim­il­is­manna og hafa verið leiðrétt­ar fyr­ir mis­mun­andi verðlagi á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Nýj­ustu töl­ur fyr­ir Ísland eru frá ár­inu 2014 en þá höfðu þeir sem ein­ung­is voru með grunn­mennt­un 87,7% af ráðstöf­un­ar­tekj­um há­skóla­menntaðra en höfðu haft 79,7% árið 2004 þegar lífs­kjara­rann­sókn­in var fyrst fram­kvæmd.

Á sama tíma­bili fóru tekj­ur fólks með fram­halds- eða starfs­mennt­un úr 84,5% af tekj­um há­skóla­menntaðra í 91,6%. Mun­ur á ráðstöf­un­ar­tekj­um há­skóla­menntaðra og annarra hópa var nokkuð stöðugur til árs­ins 2010 en hef­ur síðan farið minnk­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK