Þrjár vaxtahækkanir framundan?

Greining Íslandsbanka telur fundargerð peningastefnunefndar renna stoðum undir spár um …
Greining Íslandsbanka telur fundargerð peningastefnunefndar renna stoðum undir spár um frekari vaxtahækkanir. mbl.is/Golli

Nýbirt fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er talin renna stoðum undir spár um að stýrivextir bankans verði hækkaðir um aðrar 0,5 prósentur á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem verður 19. ágúst næstkomandi.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Samhliða þeirri ákvörðun mun bankinn birta uppfærða þjóðhags- og verðbólguspá. Að mati Íslandsbanka mun spáin endurspegla verri verðbólguhorfur en finna mátti í þeirra síðustu spá, sem birt var samhliða vaxtaákvörðuninni 13. maí sl.

Þá er talið að enn frekari hækkana sé að vænta á þeim þremur vaxtaákvörðunarfundum sem eftir eru á árinu.

Þörf á hertu taumhaldi

Í fundargerð nefndarinnar er sagt að krafturinn í þjóðarbúskapnum hefði þegar á síðasta fundi nefndarinnar kallað á hert taumhald óháð niðurstöðum kjarasamninga. Þörfin á hækkun vaxta hefði síðan aukist enn frekar þar sem taumhaldið hefði slaknað á milli funda vegna hækkunar verðbólguvæntinga.

Loks hefði bæst við að launahækkanir í kjarasamningum sem væru meiri en útlit var á síðasta fundi.

Í fundargerðinni segir að nefndarmenn hafi verið sammála um að hækka þyrfti vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum ætti að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið.

Frétt mbl.is: Einn vildi hækka vexti um eina prósentu

mbl.is/Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK