Þrjár vaxtahækkanir framundan?

Greining Íslandsbanka telur fundargerð peningastefnunefndar renna stoðum undir spár um …
Greining Íslandsbanka telur fundargerð peningastefnunefndar renna stoðum undir spár um frekari vaxtahækkanir. mbl.is/Golli

Nýbirt fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabanka Íslands er tal­in renna stoðum und­ir spár um að stýri­vext­ir bank­ans verði hækkaðir um aðrar 0,5 pró­sent­ur á næsta vaxta­ákvörðun­ar­fundi sem verður 19. ág­úst næst­kom­andi.

Þetta kem­ur fram í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka. Sam­hliða þeirri ákvörðun mun bank­inn birta upp­færða þjóðhags- og verðbólgu­spá. Að mati Íslands­banka mun spá­in end­ur­spegla verri verðbólgu­horf­ur en finna mátti í þeirra síðustu spá, sem birt var sam­hliða vaxta­ákvörðun­inni 13. maí sl.

Þá er talið að enn frek­ari hækk­ana sé að vænta á þeim þrem­ur vaxta­ákvörðun­ar­fund­um sem eft­ir eru á ár­inu.

Þörf á hertu taum­haldi

Í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar er sagt að kraft­ur­inn í þjóðarbú­skapn­um hefði þegar á síðasta fundi nefnd­ar­inn­ar kallað á hert taum­hald óháð niður­stöðum kjara­samn­inga. Þörf­in á hækk­un vaxta hefði síðan auk­ist enn frek­ar þar sem taum­haldið hefði slaknað á milli funda vegna hækk­un­ar verðbólgu­vænt­inga.

Loks hefði bæst við að launa­hækk­an­ir í kjara­samn­ing­um sem væru meiri en út­lit var á síðasta fundi.

Í fund­ar­gerðinni seg­ir að nefnd­ar­menn hafi verið sam­mála um að hækka þyrfti vexti um­tals­vert í ág­úst og frek­ar á kom­andi miss­er­um ætti að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið.

Frétt mbl.is: Einn vildi hækka vexti um eina pró­sentu

mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK