Costco gengur frá samningum

Gengið verður frá samningum þann 17. júlí.
Gengið verður frá samningum þann 17. júlí.

Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, hefur verið boðið að vera viðstaddur undirritun kaupsamnings bandarísku verslunarkeðjunnar Costco um 12 þúsund fermetra húsnæði í Kauptúni 3 í Garðabæ. Undirritunin á að fara fram þann 17. júlí næstkomandi.

Fasteignin er í eigu félagsins Sýslu ehf., sem er í eigu bræðranna Sig­urðar Gísla og Jóns Pálma­sona.

Stefnt er að því að verslunin verði um 12 þúsund fer­metr­ar að stærð og í þeim hluta Kaup­túns­ins sem nær frá versl­un­inni Tekk og að Bón­us. 

Samkvæmt fasteignaskrá er Kauptún 3 alls um 19.000 fermetrar að stærð og metið á um 2,3 milljarða króna. Ef miðað er við fasteignamatið nemur fasteignamat 12.000 fermetra um 1,5 milljörðum króna.

Á von á tillögum á næstunni

Gunnar hefur áður sagt að verslun Costco gæti mögulega opnað vorið 2016. „Það á eft­ir að breyta hús­næðinu og ég geri ráð fyr­ir að það taki um það bil eitt ár,“ sagði Gunn­ar í samtali við mbl.

Gunnar segir að Costco eigi eftir að senda inn tillögur varðandi skipulagsmál en segist eiga von á þeim á næstunni. 

Hann hefur áður sagt að teikn­ing­ar af bens­ín­stöðinni séu í vinnslu hjá arki­tekt­um en þar á að verða hægt að fá bens­ín, dísel og hugs­an­lega me­tangas. Raf­magn verður að lík­um hægt að fá upp við versl­un­ina. Gert er ráð fyr­ir bens­ín­stöðinni á milli hring­torgs­ins er ligg­ur að Kaup­túni og Reykja­nes­braut­ar.

Costco er nokk­urs kon­ar blanda af búð og heild­sölu og þurfa viðskipta­vin­ir að vera í viðskipta­klúbb Costco til þess að fá að versla en aðild að hon­um kost­ar um sex til tíu þúsund krón­ur á ári í Banda­ríkj­un­um.

Fé­lagið rek­ur í dag um 670 vöru­hús í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Mexí­kó, Bretlandi, Spáni, Kór­eu, Jap­an, Taív­an og Ástr­al­íu og er einnig einn stærsti söluaðili áfeng­is í heim­in­um, bæði í smá­sölu og heild­sölu.

Versl­un Costco sem opn­ar á ís­landi er á veg­um breska Costco, sem er dótt­ur­fé­lag Costco Who­les­ale Corporati­on og nefn­ist Costco Who­les­ale United Kingdom Ltd.

Í stórum hluta þessa húss verður ný verslun Costco opnuð …
Í stórum hluta þessa húss verður ný verslun Costco opnuð á næsta ári. Um er að ræða 12 þúsund fermetra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK