Radio Iceland lagt niður

Adolf Ingi Erlingsson er útvarpsstjóri Radio Iceland.
Adolf Ingi Erlingsson er útvarpsstjóri Radio Iceland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útvarpsstöðin Radio Iceland leggur upp laupana í lok dagsins eftir að hafa einungis verið í loftinu í um fjóra og hálfan mánuð. Fréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson, er útvarpsstjóri stöðvarinnar.

Allt efni á stöðinni var á ensku þar sem áhersla var lögð á að ná til ferðamenna. Útvarpað var upplýsingum um veður, færð og ástand vega ásamt umfjöllun um íslenska menningu auk þess sem íslenskt tónlist var spiluð.

Tilkynnt var um lokunina á Facebook-síðu Radio Iceland í dag. Þar sagði að um svartan dag í íslenskri útvarpssögu væri að ræða. Þá sagði að liðið sem stendur að baki stöðinni hefði gert allt í sínu valdi til þess að halda stöðinni á floti hins vegar hafi tekjurnar einfaldlega ekki dugað fyrir kostnaðinum. 

Útsendingum stöðvarinnar lýkur á miðnætti í kvöld.

Ladies and gentlemen. Today is a black day in Icelandic broadcasting. It breaks our hearts to have to inform you that...

Posted by Radio Iceland on Tuesday, June 30, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK