Nýjar höfuðstöðvar eiga ekki að skyggja á Hörpu

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Kristinn

Fram­kvæmd­ir við nýj­ar höfuðstöðvar Lands­bank­ans gætu haf­ist í lok næsta árs eða byrj­un árs­ins 2017. Heild­ar­fjárfest­ing með lóðar­verði er um 8 millj­arðar, en gert er ráð fyr­ir að heild­ar­stærð bygg­ing­ar­inn­ar verði 16.500 fer­metr­ar. Þar af ætl­ar Lands­bank­inn að nota 14.000 fer­metra til að byrja með. Þetta seg­ir Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, í sam­tali við mbl.is, en áform bank­ans um að reisa höfuðstöðvarn­ar á nýrri lóð við hafn­ar­bakk­ann í Reykja­vík.

Reikna með að taka húsið í notk­un 2019

„Við reikn­um með að þetta verði klárað á ár­inu 2019,“ seg­ir Steinþór aðspurður um fram­kvæmd­ar­tím­ann. Hann seg­ir að núna í ág­úst verði farið í opna hönn­un­ar­sam­keppni þar sem all­ir arki­tekt­ar séu hvatt­ir til að senda inn hug­mynd­ir sín­ar.

Í dag er bank­inn með höfuðstöðvar við Aust­ur­stræti 11 og þrett­án öðrum hús­um í miðbæn­um. Til viðbót­ar er fé­lagið með bakvinnslu í Mjódd­inni og geymsl­ur á tveim­ur öðrum stöðum. Seg­ir Steinþór að með nýj­um höfuðstöðvum verði hægt að koma allri þess­ari starf­semi fyr­ir á ein­um stað. Þar sem nú­ver­andi hús­næði, sér­stak­lega í miðbæn­um, sé nokkuð óhag­kvæmt verði hægt að minnka heild­ar fer­metra­fjölda úr 30 þúsund fer­metr­um niður í um 14 þúsund fer­metra að hans sögn.

Afstöðumynd af nýju höfuðstöðvum Landsbankans.
Af­stöðumynd af nýju höfuðstöðvum Lands­bank­ans. Mynd/​Lands­bank­inn

Á ekki að skyggja á Hörpu

Nýju höfuðstöðvarn­ar verða á næstu lóð við Hörpu tón­list­ar­hús, en Steinþór seg­ir að þær eigi ekki að vera í sam­keppni við tón­list­ar­húsið. „Harpa á að vera sér­stök. Þessi bygg­ing [nýju höfuðstöðvarn­ar] á að vera fal­leg, tíma­laus og hóg­vær þannig að hún sé viðeig­andi,“ seg­ir hann aðspurður um gagn­rýni um að húsið gæti skyggt á Hörpu.

Ráðamenn hafa einnig verið nokkuð dug­leg­ir við að gagn­rýna hug­mynd­ir um upp­bygg­ing höfuðstöðvanna. Þannig sagði Frosti Sig­ur­jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að frek­ar ætti að nota fjár­muni bank­ans til að greiða arð til rík­is­sjóðs sé bank­inn af­lögu­fær að byggja nýj­ar höfuðstöðvar. Þá kalli bygg­ing­in á kaup á er­lend­um gjald­eyri og ýti und­ir aukið pen­inga­magn og verðbólgu. Þá hef­ur Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, einnig gagn­rýnt upp­bygg­ing­una, bæði kostnað við hana sem og að stór skrif­stofu­bygg­ing á þess­um reit skygg­ir út­sýni á hafið og Esj­una frá miðbæn­um.

Frosti Sigurjónsson, alþingismaður, hefur gagnrýnt byggingu nýrra höfuðstöðva á þessum …
Frosti Sig­ur­jóns­son, alþing­ismaður, hef­ur gagn­rýnt bygg­ingu nýrra höfuðstöðva á þess­um stað. Ómar Óskars­son

Lít­ur á gagn­rýni ráðamanna sem varn­ar­orð og brýn­ingu

Steinþór seg­ist líta á þetta sem varnaðarorð til bank­ans og að gott sé að fá brýn­ingu þannig að menn vandi sig enn meira við verkið. „Okk­ar verk þurfa að geta staðist skoðun,“ seg­ir hann og bæt­ir við að starfs­menn bank­ans hafi legið yfir þessu í lang­an tíma og að þeir telji ljóst að mik­ill ávinn­ing­ur sé af þess­ari upp­bygg­ingu. Þannig er því spáð að með því að hætta að leigja á fjölda staða og færa starf­sem­ina á einn stað megi spara um 700 millj­ón­ir á ári. Sam­kvæmt arðsem­is­grein­ingu bank­ans er gert ráð fyr­ir því að bygg­ing­in borgi sig upp á um 10 árum.

Seg­ir Steinþór að horfa þurfi til fjölda þátta. Þannig hafi lóðin feng­ist fyr­ir mjög ásætt­an­legt verð, bíla­stæðamál séu með þeim hætti að ekki þurfi að byggja mörg slík sem spari háar fjár­hæðir. Þá sé góð teng­ing við al­menn­ings­sam­göng­ur í miðbæn­um og það nýt­ist bæði starfs­fólki og viðskipta­vin­um. Seg­ir hann að með þessu skrefi sé í raun verið að stoppa sóun sem sé í gangi í dag hjá bank­an­um. Þá bend­ir hann á að gagn­rýni Frosta sé furðuleg í ljósi þess að sjálf­ur hafi hann sem for­stjóri Nýherja látið byggja nýj­ar höfuðstöðvar þess fyr­ir­tæk­is og sagt að það hafi verið gríðarleg­ur hag­ur í því fyr­ir fyr­ir­tækið. Seg­ir hann það sama upp á ten­ingn­um fyr­ir Lands­bank­ann.

Vill ekki lunda­búðir í gamla hús­næðið

Lands­bank­inn á í dag hús­næðið við Aust­ur­stræti 11 og samliggj­andi hús. Stærst­ur hlut­inn er þó í leigu. Steinþór seg­ir að í dag hafi bank­inn opnað á hug­mynda­sam­keppni fyr­ir hús­næðið að Aust­ur­stræti 11, en þar er í dag aðal­úti­bú bank­ans. Inn­an­dyra eru meðal ann­ars vegg­mynd­ir eft­ir Jó­hann­es Kjar­val og Jón Stef­áns­son. Steinþór seg­ir að bank­inn vilji nú sjá það hús nýtt í eitt­hvað áhuga­vert, enda til­heyri það menn­ing­ar­arfi lands­ins. „Þetta er hluti af bygg­ing­ar­arfi okk­ar og menn­ingu. Þetta er glæsi­legt hús og lista­verk. Það væri gam­an að þetta væri nýtt til framtíðar þannig að það sé opið, aðgengi­legt og nýt­ist til að efla menn­ing­ar­líf í borg­inni,“ seg­ir Steinþór um framtíðarmögu­leika húss­ins.

Núverandi höfuðstöðvar bankans við Austurstræti. Þar hefur bankinn verið til …
Nú­ver­andi höfuðstöðvar bank­ans við Aust­ur­stræti. Þar hef­ur bank­inn verið til húsa síðan 1924, eða í rúm­lega 90 ár. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Hann seg­ir ekki enn komið í ljós hvað verði þar, en að bank­inn vilji skoða það vand­lega. Þannig hafi t.d. ekki enn verið ákveðið hvort bank­inn muni áfram eiga húsið eða ekki. Þeir séu þó ekki til­bún­ir að hvað sem er verði þar. „Það er mikið af lunda­búðum í dag, okk­ur fynd­ist skemmti­legra ef þetta færi í eitt­hvað annað,“ seg­ir hann. Hönn­un­ar­sam­keppn­in verður opnuð núna í ág­úst, en henni mun ljúka í fe­brú­ar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK