Kemur niður á vaxtakjörum viðskiptavina

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Skjáskot af Althingi.is

Bygg­ing nýrra höfuðstöðva Lands­bank­ans við hafn­ar­bakk­ann í Reykja­vík á dýrri bygg­ing­ar­lóð mun koma niður á vaxta­kjör­um viðskipta­vina sem munu alltaf borga svona fram­kvæmd­ir að lok­um. Þetta seg­ir Frosti Sig­ur­jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is. „Mér líst mjög illa á þetta og hef varað við þessu í lang­an tíma,“ seg­ir hann.

Ef þetta er hag­stætt væri ódýr­ari kost­ur enn hag­stæðari

Frosti seg­ir að stjórn­ar­menn bank­ans verði að velta því fyr­ir sér hvort ekki væri betra að finna ódýr­ara hús­næði eða bygg­ing­ar­land ef þeir vilja bjóða lands­mönn­um upp á hag­stæðari kjör. „Þetta kem­ur niður á vaxta­kjör­um til viðskipta­vina, verður allt borgað af þeim,“ seg­ir Frosti og bæt­ir við að sér finn­ist staðsetn­ing­in við höfn­ina vera með ólík­ind­um.

Í kynn­ingu Lands­bank­ans var bent á að flutn­ing­ur gæti sparað bank­an­um 700 millj­ón­ir á ári miðað við nú­ver­andi staðsetn­ingu og þá væri nýtt hús­næði mun pass­legra fyr­ir bank­ann sem gæti minnkað þann fer­metra­fjölda sem hann not­ar í dag um helm­ing. Þá muni fjár­fest­ing í nýj­um höfuðstöðvum borga sig upp á um 10 árum. Frosti seg­ir að ef hægt sé að reikna það út að nýj­ar höfuðstöðvar á þess­um stað séu hag­kvæm­ar, þá sé líka hægt að reikna það út að höfuðstöðvar á ódýr­ari stað væru enn hag­kvæm­ari.

Afstöðumynd af nýju höfuðstöðvum Landsbankans.
Af­stöðumynd af nýju höfuðstöðvum Lands­bank­ans. Mynd/​Lands­bank­inn

„Svona starf­semi þarf ekki að vera í miðbæn­um

„Svona starf­semi þarf ekki að vera í miðbæn­um, þetta er með öllu óskilj­an­legt,“ seg­ir hann. Seg­ir að mun heppi­legra hefði verið að hafa starf­semi á þess­um stað sem hefði meira aðdrátt­ar­afl en banki og bakvinnsla banka. Seg­ir hann að aðal­atriði við rekst­ur banka sé að gera það á sem hag­kvæm­ast­an hátt og þá hafi stjórn­end­ur skyld­ur gagn­vart eig­and­an­um, sem í þessu til­felli sé ríkið. „Það hef­ur ekki komið fram rök­stuðning­ur að þetta sé betri staður en aðrir staðir,“ seg­ir Frosti.

Áhyggj­ur af metnaði og dýr­um bygg­ing­ar­stíl

Þá á Frosti ekki von á öðru en að gíf­ur­leg­ur metnaður verði sett­ur í bygg­ingu höfuðstöðva á svona stað. Seg­ist hann hafa áhyggj­ur að horft verði til þess að byggja í viðlíka stíl og var vin­sæll fyr­ir hrun, eða dýr­um bygg­ing­ar­stíl, að hans sögn. Tel­ur hann eðli­legra að skrif­stofu­starf­semi eins og banka­starf­semi ætti að sýna ráðdeild og byggja ein­falda skrif­stofu­bygg­ingu í hverfi þar sem slík bygg­ing væri hluti af sam­bæri­legri heild, en ekki niðri við höfn­ina. Seg­ir hann ráðamenn bank­ans ekki sýna svona at­huga­semd­um áhuga. „Þeir yppa bara öxl­um yfir staðavali og kostnaði. Búið að benda á ódýr­ari lóðir,“ seg­ir Frosti, en að hans sögn hef­ur ekk­ert komið fram í mál­inu sem hef­ur fengið hann til að skipta um skoðun.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK