Offramboð olíu mun lækka olíuverð

Mikið umframframboð hefur verið á olíu síðustu ársfjórðungana.
Mikið umframframboð hefur verið á olíu síðustu ársfjórðungana. AFP

Olíuverð gæti fallið enn frekar á næstunni, þrátt fyrir að nokkur stöðugleiki hafi verið síðustu mánuði og jafnvel örlítil hækkun undanfarið. Í nýrri skýrslu Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) kemur fram að þetta stafi af gífurlegu offramboði. Gerir stofnunin ráð fyrir því að markaðurinn muni sjá lægri verð langt fram á árið 2016.

Í skýrslunni kemur fram að olíumarkaðurinn geti ekki komið allri þeirri olíu sem núna er framleidd í sölu og því muni koma til mikils verðfalls, ekki ólíkt því þegar Brent Norðursjávarolía lækkaði úr 115 dölum á tunnu niður í 45 dali í janúar. Núverandi verð er komið upp í um 59 dali. Fjallað er um málið meðal annars á síðu BBC.

Þessi gífurlega lækkun hefur leitt til þess að olíufyrirtæki hafa dregið úr nýjum fjárfestingum og markaður með Norðursjávarolíu hefur orðið fyrir mikilli pressu. Þá hafa sjö stærstu olíufyrirtæki heims öll tilkynnt um minni hagnað á síðustu ársfjórðungum vegna lægra olíuverðs.

Skýrsluhöfundar IEA segja að mikil umframframleiðsla hafi verið á öðrum ársfjórðungi 2015 og sé enn í gangi í dag. „Það er ljóst möguleiki markaðarins til að gleypa þessa umfram framleiðslu getur ekki staðið endalaust. Geymslupláss er takmarkað svo eitthvað þarf að gefa eftir,“ segir í skýrslunni og bætt er við „botn  markaðarins gæti verið framundan.“

Stærstu aðildarríki samtaka olíuframleiðenda, OPEC, hafa haldið áfram að framleiða olíu í sama magni og áður, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Þá hefur verð í Bandaríkjunum lækkað á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu bergbrots aðferðar (e. fracking) sem hefur breytt olíuframleiðslu þar í landi.

Í fyrra lækkað verð á olíutunnum úr 115 dölum niður …
Í fyrra lækkað verð á olíutunnum úr 115 dölum niður í 45 dali. Síðan þá hefur verðið aðeins farið upp á við að nýju. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK