Fagna nýjum höfuðstöðvum Landsbankans

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn

Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg fagna þeirri ákvörðun Landsbanka Íslands hf. að reisa nýjar höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur. Landsbankinn er eina stórfyrirtækið sem enn hefur höfuðstöðvar sínar í Kvosinni, en skammt er síðan skrifstofur Landssímans, Tryggingamiðstöðvarinnar, Eimskipafélagsins, Búnaðarbankans og fleiri fyrirtækja hurfu úr Kvosinni, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Ákvörðun bankans lýsir stórhug og metnaði fyrir hönd miðbæjarins og gefur vonir um nýtt sóknarskeið með fjölbreyttara mannlífi og aukinni verslun og þjónustu á þessu svæði,“ segir í tilkynningunni.

Þá sjá Samtökin ástæðu til að taka undir með hugmyndum Hjálmars Sveinssonar, formanns skipulagsráðs borgarinnar, um að skóli eða stofnun af því tagi fái aðstöðu í gamla Landsbankahúsinu í framtíðinni. Flutningur „Landsbankans á Hörpureitinn gefur einstakt tækifæri til uppbyggingar nýrrar atvinnustarfsemi í Kvosinni, sem vonandi verður sem fjölbreyttust.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka