Fagna nýjum höfuðstöðvum Landsbankans

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/Kristinn

Sam­tök kaup­manna og fast­eigna­eig­enda við Lauga­veg fagna þeirri ákvörðun Lands­banka Íslands hf. að reisa nýj­ar höfuðstöðvar í miðbæ Reykja­vík­ur. Lands­bank­inn er eina stór­fyr­ir­tækið sem enn hef­ur höfuðstöðvar sín­ar í Kvos­inni, en skammt er síðan skrif­stof­ur Lands­s­ím­ans, Trygg­inga­miðstöðvar­inn­ar, Eim­skipa­fé­lags­ins, Búnaðarbank­ans og fleiri fyr­ir­tækja hurfu úr Kvos­inni, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

„Ákvörðun bank­ans lýs­ir stór­hug og metnaði fyr­ir hönd miðbæj­ar­ins og gef­ur von­ir um nýtt sókn­ar­skeið með fjöl­breytt­ara mann­lífi og auk­inni versl­un og þjón­ustu á þessu svæði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá sjá Sam­tök­in ástæðu til að taka und­ir með hug­mynd­um Hjálm­ars Sveins­son­ar, for­manns skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, um að skóli eða stofn­un af því tagi fái aðstöðu í gamla Lands­banka­hús­inu í framtíðinni. Flutn­ing­ur „Lands­bank­ans á Hörpureit­inn gef­ur ein­stakt tæki­færi til upp­bygg­ing­ar nýrr­ar at­vinnu­starf­semi í Kvos­inni, sem von­andi verður sem fjöl­breytt­ust.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK