Jón „ráðinn inn til að hafa áhrif“

Jón Gnarr var í dag ráðinn nýr ritstjóri innlendrar dagskrár …
Jón Gnarr var í dag ráðinn nýr ritstjóri innlendrar dagskrár á 365. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Staða Jóns Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra í Reykja­vík, sem rit­stjóra inn­lendr­ar dag­skrár 365 mun heyra beint und­ir for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins og fela í sér skör­un á öll svið þess, ekki ósvipað því sem þekk­ist með fjár­mála­svið eða mannauðsstjóra. Staðan er ný inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og mun ekki hafa áhrif á nú­ver­andi rit­stjóra eða frétta­stjóra. Þetta seg­ir Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son, for­stjóri 365 í sam­tali við mbl.is.

„Hans hug­mynda­auðgi mun nýt­ast í út­varpi, sjón­varpi, fréttamiðlum og á markaðsdeild,“ seg­ir Sæv­ar. Seg­ir hann að áfram verði sér­stak­ur sjón­varps­stjóri og út­varps­stjóri með sín hlut­verk, en að Jón muni bæt­ast þarna við þegar kem­ur að inn­lendri dag­skrár­gerð. „Þarna kem­ur inn frá­bær maður sem mun hjálpa okk­ur að styrkja inn­lenda dag­skrár­gerð í sín­um víðasta skiln­ingi,“ seg­ir Sæv­ar.

Aðspurður hvort að Jón muni hafa rit­stjórn­ar­legt vald yfir ákvörðunum frétta­stjóra eða yf­ir­mönn­um út­varps og sjón­varps seg­ir Sæv­ar að hug­mynd­in sé frek­ar að bæta sam­starf manna á milli. „En hann er ráðinn inn til að hafa áhrif,“ bæt­ir Sæv­ar við.

Aðdrag­andi máls­ins var ekki lang­ur að sögn Sæv­ars, en hann seg­ir að þegar menn hafi sest niður og farið að ræða mál­in hafi niðurstaðan legið ljós fljót­lega. Sæv­ar seg­ir að eng­in ákvörðun hafi verið tek­in að svo stöddu hvort að Jón muni sjálf­ur sjá um ákveðna dag­skráliði.

Frétt mbl.is: Jón Gn­arr rit­stjóri hjá 365

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK