Íslenska krónan allt of hátt skráð

Krónan er ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt kenningum hamborgarahagfræðinnar.
Krónan er ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt kenningum hamborgarahagfræðinnar. mbl.is/Golli

Íslenska krón­an er of­metn­asti gjald­miðill í heimi, að minnsta kosti ef marka má Big Mac-vísi­töl­una svo­nefndu. Krón­an þyrfti að veikj­ast tals­vert gagn­vart öll­um helstu gjald­miðlum í heimi til þess að verð á ham­borg­ar­an­um sí­vin­sæla í þeim lönd­um verði það sama og hér á landi í krón­um talið.

Breska viku­blaðið The Econom­ist, sem hef­ur birt vísi­töl­una í hart­nær þrjá­tíu ár, birti nýj­ustu töl­ur sín­ar sein­asta fimmtu­dag. Sam­kvæmt þeim, sem og laus­leg­um út­reikn­ing­um mbl.is, er gengi ís­lensku krón­unn­ar of­metið um 59% gagn­vart Banda­ríkja­daln­um, 88% gagn­vart evr­unni og 35% gagn­vart norsku krón­unni, svo nokk­ur dæmi séu tek­in.

Vísi­tal­an er byggð á kenn­ing­unni um jafn­v­irðis­gengi en hún reyn­ir að leita svara við því hvort gjald­miðlar séu „rétt“ eða „rangt“ skráðir miðað við kaup­mátt. Grund­vall­ast ham­borg­ara­hag­fræðin á þeirri hug­mynd að hundrað krón­ur eigi að kaupa sama magn af vöru í öll­um lönd­um.

Big Mac-ham­borg­ar­inn er eins í flest­um lönd­um og er hug­mynd­in því sú að hann eigi að kosta það sama í Banda­ríkja­döl­um í þeim ríkj­um þar sem hægt er að kaupa hann.

Viku­blaðið ber því sam­an verð á borg­ur­un­um á milli landa. Kosti hann minna í doll­ur­um talið er gengið sagt of sterkt en ef hann kost­ar meira er gengið of veikt.

Ell­efu sinn­um dýr­ari en í Venesúela

Sem kunn­ugt er yf­ir­gaf McDon­ald’s landið á haust­mánuðum 2009 og fæst borg­ar­inn því ekki leng­ur hér. Var þess vegna ákveðið að not­ast við Heims­borg­ar­ann á Metro til viðmiðunar, en hann kost­ar 1.036 krón­ur.

Útreikn­ing­arn­ir leiða í ljós, eins og áður sagði, að ham­borg­ar­inn er sá dýr­asti í heimi. Hann er til að mynda um ell­efu sinn­um dýr­ari en í Venesúela, þar sem finna má ódýr­asta Big Mac-ham­borg­ar­ann, og fjór­um sinn­um dýr­ari en í Indlandi.

Næst­dýr­asti borg­ar­inn í heim­in­um fæst í Sviss, en hann kost­ar 926 krón­ur og hef­ur hækkað nokkuð í verði að und­an­förnu, reynd­ar eins og sá ís­lenski, sem kostaði 949 krón­ur fyr­ir ári.

Háir toll­múr­ar og skatt­ar

Þess ber hins veg­ar að geta að þessi mæli­kv­arði er Íslandi nokkuð óhag­stæður. Kjöt er í fyrsta lagi held­ur dýrt hér á landi, sem marg­ir sér­fræðing­ar rekja til óhag­kvæmni ís­lensks land­búnaðar, og í öðru lagi er sala á ham­borg­ur­um jafn­framt tal­in minni hér en ann­ars staðar í heim­in­um, að minnsta kosti á Vest­ur­lönd­un­um.

Þá hef­ur það vakið nokkra at­hygli að gjald­miðlar ríkja sem hindra - með háum toll­múr­um - inn­flutn­ing á kjöti á heims­markaðsverði sýn­ast of­metn­ir en gjald­miðlar ríkja sem hafa frjáls­an inn­flutn­ing á land­búnaðar­vörðum, svo sem Hong Kong og Singa­púr, virðast marg­ir hverj­ir vera van­metn­ir.

Þá hef­ur skatt­ur­inn auðvitað sitt að segja. Hár virðis­auka­skatt­ur á Íslandi, sem og ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um, hækk­ar verðið á Big Mac um­tals­vert og ger­ir það að verk­um að gjald­miðlar þess­ara ríkja eru of­metn­ir. Ham­borg­ara­hag­fræðin hef­ur ein­mitt verið gagn­rýnd fyr­ir það að taka ekki til­lit til ólíkr­ar skatt­heimtu milli landa.

Vísi­tala sem þessi er að sjálf­sögðu ekki galla­laus­ - og helst til gam­ans gerð - en hún get­ur þó gefið ein­hverja vís­bend­ingu um það hve langt frá raun­gengi skráð gengi gjald­miðla er. Það er held­ur ekki að ástæðulausu að The Econom­ist kall­ar hana bestu gjald­miðlavísi­tölu í heim­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK