Draugaflugvöllur seldur á 1,5 milljónir

Draugaflugvöllurinn svokallaði í spænsku borginni Ciudad Real var seldur fyrir einungis tíu þúsundir evra, sem jafngildir um 1,5 milljónum króna, á uppboði í vikunni.

Það er 100 þúsund sinnum lægri upphæð en kostaði að byggja flugvöllinn.

Hópur kínverksra fjárfesta keypti flugvöllinn, en hópurinn var sá eini sem tók þátt í uppboðinu.

Þó er ekki víst hvort af kaupunum verði, þar sem ákveðið hefur verið að framlengja frestinn til að skila inn tilboðum.

Kínverska fyrirtækið Tzaneen Internation keypti flugvöllinn og segist vilja gera hann að gátt til Evrópu fyrir kínversk fyrirtæki.

Flugvöllurinn er staðsettur við borgina Ciudad Real, sem er í um 235 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Spánar, Madríd. Framkvæmdir við flugvöllinn hófust árið 2006 og var hann tekinn í notkun tveimur árum síðar, á sama tíma og kreppan skall á í landinu.

Það kostaði meira en einn milljarð evra að byggja flugvöllinn, sem varð síðan gjaldþrota nokkrum árum síðar og var honum lokað árið 2012, eftir að hafa staðið tómur í fjögur ár.

Frétt breska ríkisútvarpsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK