Fimmföld aukning á fáum árum

Magnús Norðdahl, forstjóri LS retail.
Magnús Norðdahl, forstjóri LS retail.

Hug­búnaðarfyr­ir­tækið LS retail hlaut í ár þrenn verðlaun á ár­legri ráðstefnu Microsoft með sam­starfs­fyr­ir­tækj­um sín­um, meðal ann­ars aðal­verðlaun sem besta sjálf­stæða hug­búnaðar­húsið. Fyr­ir­tækið hef­ur á und­an­förn­um árum meira en fimm­faldað veltu sína og ger­ir ráð fyr­ir um fimm millj­arða veltu á þessu ári. Magnús Norðdahl, for­stjóri fé­lags­ins, seg­ir að aukn­ing­in hafi verið mest á mörkuðum utan Evr­ópu og nú megi segja að fyr­ir­tækið sé orðið „raun­veru­legt alþjóðlegt hug­búnaðarfyr­ir­tæki.“

Magnús er ný­kom­inn heim af ráðstefn­unni sem hald­in var í Banda­ríkj­un­um, en hann seg­ir að á hverju ári komi þangað sam­starfsaðilar Microsoft frá öll­um heim­in­um. Al­mennt séu þetta um 12 til 15 þúsund manns frá hundruðum fyr­ir­tækja og er bæði um að ræða fyr­ir­lestra þar sem farið er yfir kom­andi tíma­bil og fyrra ár gert upp með verðlauna­af­hend­ingu.

Fengu aðal­verðlaun­in í ár

„Þetta snýst aðallega fyr­ir okk­ur hjá LS retail að hitta yf­ir­menn Microsoft og fara yfir okk­ar plön og kynn­ast því hver stefn­an verður næstu 12 mánuðina,“ seg­ir Magnús. Fyr­ir­tækið hafði áður unnið svæðis­bund­in verðlaun fyr­ir Evr­ópu­markað árið 2009 og 2014, en í ár bætt­ust held­ur bet­ur skraut­fjaðrir við í hatt­inn. Fékk fé­lagið verðlaun fyr­ir besta sjálf­stæða hug­búnaðar­hús árs­ins (e. In­depend­ent software vendor) í Evr­ópu, á Am­er­íku­markaði og svo á heimsvísu.

LS retail þróar hug­búnað fyr­ir versl­an­ir og veit­ingastaði sem bygg­ir á Dynamics hug­búnaði Microsoft, en millj­ón­ir fyr­ir­tækja um all­an heim nota þann búnað. Magnús seg­ir að með verðlaun­un­um sé verið að verðlauna fyr­ir­tækið fyr­ir að vera það sölu­hæsta í geir­an­um og skila með því hagnaði til Microsoft. Seg­ir hann að þetta ná­ist aðallega með því að ein­beita sér að þróun búnaðar­ins sem heild­arpakka en ekki að taka að sér sér­stök þró­un­ar­verk­efni fyr­ir ákveðin fyr­ir­tæki.

Frá verðlaunaafhendingu Microsoft í vikunni. Wayne Morris, aðstoðarmarkaðsstjóri fyrirtækjalausna hjá …
Frá verðlauna­af­hend­ingu Microsoft í vik­unni. Wayne Morr­is, aðstoðarmarkaðsstjóri fyr­ir­tækjalausna hjá Microsoft, Daði Kára­son, tækn­i­stjóri LS Retail, Eloise Frey­gang, markaðsstjóri LS Retail, Magnús Norðdahl, for­stjóri LS Retail og Neil Holloway, fram­kvæmda­stjóri sölu og sam­starfs­fé­laga hjá Microsoft.

Hafa vaxið fimm­falt á nokkr­um árum

Með þetta að leiðarljósi hef­ur fyr­ir­tækið náð að vaxa mikið og selt hug­búnaðinn um all­an heim og seg­ir Magnús að nú séu um 220 end­ur­söluaðilar í 75 lönd­um sem starfi fyr­ir fyr­ir­tækið í sölu­mál­um. Með þessu móti nær fyr­ir­tækið að selja „mik­inn massa um all­an heim og alla daga,“ seg­ir hann. Í ár ger­ir hann ráð fyr­ir að velta fyr­ir­tæk­is­ins nái um fimm millj­örðum króna og seg­ir hann að mik­il aukn­ing und­an­farið sé nú að ná að skjóta þeim á topp­inn hjá Microsoft.

Í heild starfa 150 manns hjá LS retail, en af þeim eru um 100 hér á landi. Magnús seg­ir að öll þró­un­ar­vinn­an eigi sér stað hér á landi, en hug­búnaður­inn er í dag í notk­un hjá yfir 3500 fyr­ir­tækj­um í 120 lönd­um. Seg­ir Magnús að í heild noti yfir 50 þúsund versl­an­ir kerfi frá fyr­ir­tæk­inu og að not­end­ur þess séu millj­ón­ir manna á hverj­um degi.

Markaðir utan Evr­ópu stækka mest

Fyr­ir um fimm árum var stærsti markaður­inn Evr­ópa þar sem um 70% af tekj­um fyr­ir­tæk­is­ins komu frá. Sal­an hef­ur auk­ist þar mikið, en Magnús seg­ir að samt sem áður sé hlut­fall álf­unn­ar nú komið niður í 40% meðan mesti vöxt­ur­inn hafi verið í Suður- og Norður-Am­er­íku sem séu nú með 20% hlut­deild, Aust­ur-Asíu og Kyrra­hafs­svæðinu sem sé með 20% hlut­deild og Miðaust­ur­lönd­um, Indlandi og Afr­íku, þar sem 20% af tekj­un­um koma nú frá. „Það er mest­ur vöxt­ur utan Evr­ópu og við erum orðin raun­veru­legt alþjóðlegt hug­búnaðarfyr­ir­tæki,“ seg­ir Magnús.

Hann seg­ir að verðlaun­in frá Microsoft skipti fyr­ir­tækið miklu máli og séu ekki bara skraut, held­ur raun­veru­leg­ir viðskipta­hags­mun­ir. Þannig bend­ir hann hann á að hug­búnaðarfyr­ir­tæki selji óefn­is­lega hluti og því byggi öll sala á trausti viðskipta­vin­ar­ins og trú á því að fyr­ir­tækið sé að gera leiðandi vör­ur fyr­ir markaðinn. „Þegar þú hef­ur náð trú viðskipta­vin­ar­ins er eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ur,“ seg­ir Magnús um sölu­mögu­leika hug­búnaðar­ins.

„Af hverju er ég þá ekki að skoða þá

Seg­ir hann að mörg fyr­ir­tæki hafi litla þekk­ingu á Íslandi og ef hún sé til staðar þá sé hún oft­ast nei­kvæð. Nú sé aft­ur á móti kom­in upp sú staða að Microsoft hafi valið fyr­ir­tæki frá þessu landi sem besta sjálf­stæða hug­búnaðar­húsið og því fara menn vit­an­lega að velta fyr­ir sér lausn­um þess. „Ef Microsoft er að skoða þá og verðlauna, af hverju er ég þá ekki að skoða þá,“ seg­ir Magnús um viðbrögð margra viðskipta­vina.

Gott að starfa á Íslandi

Tals­vert hef­ur verið rætt um mögu­leika hug­búnaðarfyr­ir­tækja að starfa hér á landi, sér­stak­lega vegna fjár­magns­hafta og krón­unn­ar. Aðspurður hvernig um­hverfið hér sé fyr­ir LS retail seg­ir Magnús að það sé ekk­ert vanda­mál að starfa á Íslandi. Seg­ir hann fjár­magns­höft­in ekki stöðva viðskipti fyr­ir­tæk­is­ins að neinu viti.

Fórn­ar­lamb eig­in vel­gengni

„Það sem þarf aft­ur á móti að fjár­festa í eru innviðir í stjórn­sýsl­unni,“ seg­ir hann. Seg­ir hann að flest­ir haldi að út­flutn­ing­ur sé ekk­ert vanda­mál frá Íslandi, en að þegar flutt sé út til landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins eða Banda­ríkj­anna sé mjög al­gengt að það komi til svo­kallaðs af­drátt­ar­skatts (e. Wit­hhold­ing tax). „Í mörg­um lönd­um erum við að selja vöru en fáum ekki greitt að fullu vegna skatts­ins,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við að ef opnuð yrði starfs­stöð á meg­in­landi Evr­ópu væri þetta ekk­ert mál.

Seg­ir hann það vænt­an­lega ein­föld­ustu leiðina, en að það muni gera það að verk­um að hluti af hagnaði fyr­ir­tæk­is­ins kæmi ekki til Íslands. „Þetta er auka vesen og fá­rán­legt að þurfa að standa í ein­hverju slíku vegna inn­an­hús­vanda­mála hjá Íslandi,“ seg­ir Magnús og bend­ir á að flest­ir sem stundi út­flutn­ing, t.d. sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, setji upp starfs­stöð þar sem þeir flytja út og leysi þannig vand­ann, en vanda­mál LS retail sé að sal­an sé í svo gíf­ur­lega mörg­um lönd­um. „Við erum fórn­ar­lamb eig­in vel­gengni,“ seg­ir hann í smá grín­tón, en ljóst er að tals­verð al­vara fylg­ir þar á bak við.

Ekk­ert rætt um flutn­ing út

Hægt væri að leysa þetta vanda­mál með end­ur­skoðun á milli­ríkja­samn­ing­um, en Magnús seg­ir að það sé auðvitað ákveðin fjár­fest­ing fyr­ir ríkið og kalli á aukna vinnu. Seg­ist hann oft fá spurn­ing­ar af hverju hann geri ekki eitt­hvað í þessu sjálf­ur, sem hann telji ekki rétta nálg­un. „Það er ekki mitt hlut­verk að sinna stjórn­sýslu á Íslandi, held­ur stunda ég markaðssetn­ingu er­lend­is,“ seg­ir hann og bæt­ir við að stjórn­end­ur rík­is­valds­ins hér verði að finna hjá sér hvort þeir vilji fjár­festa í svona um­bót­um. Hann tek­ur þó fram að ann­ars sé mjög gott að starfa á Íslandi og að hér sé gott starfs­fólk. Þannig hafi stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins ekki rætt það að flytja starf­sem­ina er­lend­is.

Nýir eig­end­ur og framtíðar­sýn næstu árin

Eins og sagt var frá í frétt mbl.is keypti banda­ríski fjár­fest­inga­sjóður­inn Anchorage capital fund ný­verið fyr­ir­tækið. Magnús seg­ir að þetta hafi ekki haft nein áhrif á stefnu fyr­ir­tæk­is­ins, en að helsti kost­ur­inn í hans aug­um sé að þetta auki sveigj­an­leika ef það komi til stækk­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins, til dæm­is varðandi aðgang að fjár­magni.

Hann seg­ir að ný­lega hafi stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins samþykkt mark­mið til næstu fimm ára og þar sé aðallega horf til þess að fara dýpra á þá markaði sem fyr­ir­tækið starfi í dag á. „Það er mikið af tæki­fær­um, jafn­vel í lönd­um sem við höf­um verið á í meira en 10-15 ár,“ seg­ir Magnús. Seg­ir hann að stóri steinn­inn á kom­andi árum verði áfram­hald­andi þróun og kynn­ing á skýjaþjón­ustu og hvernig dreif­ingu á því verði háttað á heimsvísu. „Það er al­veg ný leið og að mörgu leyti áskor­un að finna út úr því,“ seg­ir hann en bæt­ir við að það sé einnig leið fyr­ir­tæk­is­ins að enn meiri stækk­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK