Bætt rekstrarafkoma fyrirtækja á síðustu árum birtist í því að arðgreiðslur eru á uppleið.
Árið 2011 var greiddur arður af hlutabréfum 11,8 milljarðar króna en 17,7 milljarðar króna í fyrra. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs.
Á föstudaginn verða birtar nýjar tölur um arðgreiðslur og telja viðmælendur Morgunblaðsins úr fjármálalífinu ekki ólíklegt að þær hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára. Dæmi um fyrirtæki þar sem arðgreiðslur hafa farið hækkandi er sjóðstýringarfyrirtækið GAM Management hf. sem skilaði methagnaði í fyrra og hefur eigið fé félagsins 47-faldast að nafnvirði frá 2008.
Arðgreiðslur til handa tekjuháum einstaklingum eru í mörgum tilfellum hærri en laun.