Kolkrabbinn við Reykjavíkurhöfn

Octopus kemur að landi
Octopus kemur að landi Mynd/Hilmar Freyr Kristinsson

Glæsisnekkj­an Octop­us sigldi að Reykjavíkurhöfn fyrir stundu en hún er í eigu auðkýf­ings­ins Pauls Allens, sem er ann­ar stofn­enda Microsoft.

Octop­us er ein glæst­asta snekkja ver­ald­ar. Hún er 126 metr­ar á lengd og hef­ur að geyma tvær þyrl­ur, fjar­stýrð köf­un­ar­tæki og kaf­bát.  

Ekki liggur fyrir hvort Allen sé sjálfur um borð en hann hefur áður komið til Íslands á snekkjunni. Snekkjan þurfti meðal annars að staldra við í Reykjavík í nokkra daga árið 2012 þegar bil­un­ kom upp í aðal­vél skips­ins.

Octop­us er 16. stærsta snekkja heims.

Myndin var tekin rétt fyrir klukkan fjögur í dag þegar Octopus nálgaðist höfnina.

Octopus þegar hún kom að landi árið 2012.
Octopus þegar hún kom að landi árið 2012. Jakob Fannar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK