Kalli í Pelsinum selur á Selfossi

Austurvegur 1-5
Austurvegur 1-5 Skjáskot af Google maps

Stór hluti fasteignarinnar Austurvegur 1-5 á Selfossi, eða Kjarnans svokallaða, sem meðal annars hýsir verslun Krónunnar, hefur verið seldur. 

Seljandi er félagið Kjarnafasteign, sem er í eigu Karls Steingrímssonar, oft kenndur við Pelsinn. Eignin hefur verið á sölu frá árinu 2011 líkt og mbl greindi frá á sínum tíma. Í tilkynningu frá Stakfelli fasteignasölu, sem sá um söluna, kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál. 

Kaupandi eru Höfðaeignir, sem er dótturfélag Festa. Á síðasta ári tók Festi yfir rekstur  Kaupáss, sem rekur m.a. matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar. Festi hf. er í eigu SF V slhf. og eru hluthafar um 30 talsins. SÍA II er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 27% hlut. Lífeyrissjóðir eru með um 32% hlut, tryggingafélög og sjóðir 15% og einkafjárfestar um 26%.

Áður í gjaldþrota félagi

Austurvegur 1-5 var áður í eigu félagsins Vindasúla ehf., félags sem einnig var í eigu Karls. Félagið Vindasúlur ehf. var hins vegar úrskurðað gjaldþrota árið 2011 en á árinu 2009 var fasteignin færð yfir í Kjarnafasteign ehf.

Gjaldþrotaskiptum á Vindasúlum var lokið í desember sl. en kröfur í búið námu alls 1,3 milljörðum króna. Við skipt­in feng­ust um 657 millj­ón­ir króna greidd­ar upp í veðkröf­ur en um 297 millj­ón­ir upp í al­menn­ar kröf­ur, eða um 22,9 pró­sent.

Karl Steingrímsson ásamt eiginkonu sinni Ester Ólafsdóttur
Karl Steingrímsson ásamt eiginkonu sinni Ester Ólafsdóttur Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK