Lægri tollar á upplýsingatækni

Samkomulagið nær m.a. til GPS kerfa.
Samkomulagið nær m.a. til GPS kerfa. AFP

Stórir útflutningsaðilar í upplýsingatækni gerðu í dag með sér samkomulag um að lækka tolla á yfir 200 vöruflokka. Um er að ræða fyrsta samninginn af sinni tegund sem Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) gerir í tvo áratugi.

Viðræður hafa staðið yfir í þrjú ár með hléum. Samkomulagið nær til vöruflokka á borð við tölvuleiki, snertiskjái og GPS kerfi, en heildarandvirði þeirra er 1,3 trilljón Bandaríkjadala, eða 7% af alþjóðlegri verslun.

Framkvæmdastjóri WTO segir um tímamótasamning að ræða og fyrsta umfangsmikla tollasamning samtakanna í 18 ár. Framkvæmdastjóri verslunar hjá Evrópusambandinu sagði samkomulagið ávinning fyrir neytendur og fyrirtæki stór og smá.

Skilmálar samningsins verða ekki gerðir opinberir fyrr en í næstu viku en samkvæmt WTO felur hann í sér lækkun tolla á næstu þremur árum. 54 aðildarríki WTO tóku þátt í viðræðunum en samkvæmt stofnuninni eiga öll aðildarríkin, 161 talsins, að geta hagnast á samningnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK