Verðbólgan eykst hraðar en spáð var

Verðbólgan stefnir yfir verðbólgumarkmið í haust.
Verðbólgan stefnir yfir verðbólgumarkmið í haust. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,16% frá fyrri mánuði, að því er kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Verðbólgan hefur því hækkað um 1,9% síðustu tólf mánuði. Þetta er meiri hækkun neysluvísitölu en greiningardeildir stóru bankanna þriggja gerðu ráð fyrir í spám sínum, en þær lágu á bilinu 0,2% lækkun til 0,1% hækkun vísitölunnar á milli mánaða.

Með þessu áframhaldi er útlit fyrir að verðbólgan fari yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,5%, strax í september, samkvæmt bráðabirgðaspá í Morgunkorni Íslandsbanka, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK