Júllabúð gjaldþrota

Hjón­in Júlí­us Freyr Theo­dórs­son og Ingi­björg Þórðardótt­ir
Hjón­in Júlí­us Freyr Theo­dórs­son og Ingi­björg Þórðardótt­ir

Fé­lagið Júlla­búð ehf., sem hélt utan um rekst­ur Júlla­búðar í Hrís­ey, var úr­sk­urðað gjaldþrota í síðustu viku. Eft­ir að Júlla­búð var lokað var eng­in versl­un í eynni. Í kjöl­farið lögðu vel­unn­ar­ar Hrís­eyj­ar sitt af mörk­um og opnuðu Hrís­eyj­ar­versl­un­ina í sama hús­næði.

Í Lög­birt­ing­ar­blaðinu í dag kem­ur fram að kröfu­haf­ar hafi tvo mánuði til þess að lýsa kröf­um í þrota­búið. 

Líkt og mbl hef­ur áður greint frá lokaði Júlí­us Freyr Theó­dórs­son, eig­andi Júlla­búðar, versl­un­inni hinn 10. marsl. sl. og sagði rekst­ur­inn ein­fald­lega hafa verið erfiðan. Á síðasta ári var versl­un­inni einnig lokað vegna fjár­mangs­skorts en með sam­hentu átaki tókst að opna versl­un­ina aft­ur eft­ir viku­lok­un. Í sam­tali við mbl sagðist Júlí­us oft upp­lifa stöðu sína erfiða gagn­vart birgj­um og taldi und­ar­legt að ekki væri hægt að bjóða smá­versl­un­ar­eig­end­um út­sölu­verð úr Bón­us sem heild­sölu­verð.

Eft­ir lok­un­ina í mars sl. var eng­in versl­un í eynni og lýsti Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri þung­um áhyggj­um af ástand­inu.

Söfnuðu þrem­ur millj­ón­um

Í kjöl­farið var hins veg­ar stofnað hluta­fé þar sem öll­um velunn­ur­um eyj­unn­ar gafst kost­ur á að leggja eitt­hvað til stofn­un nýrr­ar versl­un­ar. Í maí náðist að safna þrem­ur millj­ón­um króna sem þurfti til þess að koma versl­un­inni á kopp­inn. 

Í byrj­un júní var Hrís­eyj­ar­versl­un­in síðan opnuð í hús­næðinu en á Face­book síðu henn­ar kem­ur fram að rekst­ur­inn hafi gengið mjög vel og að starfs­menn hafi naum­ast haft und­an að panta vör­ur áður en þær klár­ast. 

Nýja Hríseyjarverslunin
Nýja Hrís­eyj­ar­versl­un­in
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK