Opna fyrsta sushivagninn á Íslandi

Þau Lúðvík Þór, Hulda Björg og Arnþór.
Þau Lúðvík Þór, Hulda Björg og Arnþór. Af Facebooksíðu Shirokuma Sushi

„Okkur langaði til þess að lækka verðið á sushimarkaðinum og gera fólki kleift að fá sér sushi oftar og á ódýran hátt,“ segir Hulda Björg Jónsdóttir í samtali við mbl.is, en hún opnaði í gær ásamt sambýlismanni sínum, Arnþóri Stefánssyni, og Lúðvík Þór Leóssyni fyrsta sushivagninn hér á landi.

Matsöluvagninn, sem ber heitið Shirokuma Sushi og selur ferskt og handgert sushi, er í Mæðragarði við Lækjargötu á besta stað í miðborg Reykjavíkur.

Staðurinn opnaði í gær og hafa viðtökurnar verið framar vonum, að sögn Huldu Bjargar. „Við erum alveg í skýjunum.“

Hún segir að þau hafi gengið lengi með hugmyndina í maganum og ákveðið loks að láta slag standa seinasta haust. Hófst undirbúningurinn fyrir alvöru um áramótin.

Sushistaðir hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi undanfarin ár og hefur slíkum stöðum farið hratt fjölgandi. Hulda Björg nefnir að hugmyndin hafi verið sú að bjóða upp á fiskréttinn vinsæla á betra verði heldur en þekkist annars staðar. Þetta eigi að vera ódýr og hagkvæmur skyndibiti, sem fólk geti jafnvel gripið með sér úr vinnunni.

Á bak við sushi-ið standa þeir Arnþór og Lúðvík Þór, en þeir eru þaulreyndir í sushigerð. Arnþór er menntaður matreiðslumaður frá hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi, en auk þess hefur hann starfað á fjölda veitingastaða hérlendis, eins og Vox, Turninum 19. hæð, Suzushii, Sushisamba og Sushibarnum, svo eitthvað sé nefnt.

Lúðvík hefur starfað við sushigerð frá árinu 2010 á Suzushii og Sushibarnum/Sakebarnum.

Þá sáu þeir félagar um að reka Suzushii í Kringlunni árin 2011 til 2015.

Facebook-síða Shirokuma Sushi

Af Facebooksíðu Shirokuma Sushi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK