Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's endurskoðaði í dag lánshæfismat sitt vegna Evrópusambandsins.
Lánshæfiseinkunn ESB er óbreytt í AA+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar. Hins vegar telur S&P horfur vegna sambandsins neikvæðar en áður voru þær stöðugar.
Breytingin kemur meðal annars í kjölfar þess að ESB samþykkti að veita Grikkjum frekari lánafyrirgreiðslur. Þá er möguleg úrsögn Bretlands úr sambandinu nefnd sem ein ástæða breytingarinnar.
Fréttavefurinn Deutsche Welle greinir frá.