Uppsögnin ekki tengd Jóni Ásgeiri

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, blaðamaður og leiðarahöfundur á Fréttablaðinu, hefur sagt upp störfum hjá 365 og hættir um næstu mánaðarmót. Hann ætlar að einbeita sér að ferðaþjónustufyrirtækinu TukTuk Tours.

Kjarninn greindi fyrst frá starfslokum Kolbeins en í samtali við mbl segist Kolbeinn hafa sagt upp störfum á föstudag.

Fyrr á árinu stofnaði Kolbeinn TukTuk Tours ásamt þeim Ólaf­i Guðmunds­syni og Páli Brinks Fróðasyni. TukTuk gerir út sex gula rafknúna vagna sem ferðamenn geta notað í skoðunarferðir.

„Ég hef verið í þessu tvennu síðan í febrúar en það er of mikið að vera í álagsstarfi eins og fréttamennsku og sinna nýju fyrirtæki. Ég þurfti að skera niður í vinnu þar sem ég gat ekki sinnt hvoru tveggja lengur,“ segir Kolbeinn í samtali við mbl.

Það vakti athygli fyrr á árinu þegar Kolbeinn gagnrýndi skrif Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­sonar um Aurum málið í Fréttablaðinu. Jón Ásgeir er sakborningur í Aurum-málinu og eiginmaður stærsta eiganda 365-miðla. Kolbeinn sagði Jón Ásgeir hafa „barmað sér“ yfir því að Hæstirétt­ur hafi ómerkt sýknu­dóm í Aur­um-mál­inu og vísað því aft­ur í hérað. 

Jón Ásgeir svaraði Kolbeini og sagði hann hafa fallið í  „djúpan pytt yfirborðsblaðamennsku“ með skrifum sínum. Í yfirborðsblaðamennsku fælist að „blaðamenn skrifa fréttir án þess að reyna að gægjast undir yfirborðið til að koma auga á kjarna málsins. Oft felur þetta í sér að blaðamenn taka gagnrýnislaust við texta frá þriðja aðila og birta. Einhverjir hafa kallað slíka blaðamennsku „kranablaðamennsku“.“

Aðspurður segir Kolbeinn uppsögnina ekki tengjast orðskiptunum við Jón Ásgeir á nokkurn hátt. „Þetta er bara tengt mínum prívathögum,“ segir Kolbeinn.

Frétt mbl.is: Seg­ir Jón Ásgeir draga upp ranga mynd

Frétt mbl.is: Á Tuk Tuk um götur borgarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK