Netflix tilkynnir opnun á Íslandi

Höfuðstöðvar Netflix í Kaliforníu.
Höfuðstöðvar Netflix í Kaliforníu. AFP

Á heimasíðu bandarísku streymiþjónustunnar Netflix segir að þjónustan sé væntanleg til Íslands á næstunni. Þjónustan hefur hingað til verið ólögleg á landinu þrátt fyrir að margir Íslendingar séu ákskrifendur í gegnum bandarísku útgáfuna.

Nútíminn greindi fyrst frá tilkynningunni á heimasíðu Netflix. Samfilm hefur samið við Netflix um dreifingu á efni en í samtali við Kjarnann í febrúar sagði Árni Samúelsson, forstjóri Samfilm, að það myndi skýrast síðsumars hvenær nákvæmlega opnað verður fyrir þjónustuna.

Í október á síðasta ári, þegar fyrst var greint frá þreifingum Netflix á landinu, benti Hörður Ágústsson, eigandi Maclands á að margir Norðurlandabúar kjósi frekar að nota áfram banda­rísku út­gáf­una þrátt fyrir að veit­an hefji starf­semi í viðkom­andi landi. Víða hafa þá leiðbein­ing­ar verið birt­ar á net­inu þar sem til dæm­is Norðmenn eða Bret­ar leit­ast eft­ir að kom­ast fram hjá þeirra eig­in út­gáfu - í þá banda­rísku.

Net­flix á Íslandi yrði því ekki það sama og banda­ríska Net­flix sem margir Íslend­ing­ar eiga að venj­ast þar sem úr­valið verður háð samn­ing­um afþrey­ing­arris­ans við myndrétt­hafa á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka