Vilja halda vöxtum lágum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að Seðlabank­inn verði að hafa í huga vaxta­stigið í ná­granna­lönd­um okk­ar þegar kem­ur að ákvörðun vaxta bank­ans. Grein­ing­ar­deild­irn­ar spá því að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans muni hækka vexti á miðviku­dag. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í frétt Bloom­berg um mögu­lega vaxta­hækk­un Seðlabank­ans á miðviku­dag.

Í júní voru vext­ir bank­ans hækkaðir um 0,5 pró­sent­ur en fjór­ir nefnd­ar­menn greiddu at­kvæði með til­lögu seðlabanka­stjór­ans um þessa hækk­un. Einn þeirra hefði þó held­ur kosið að hækka vexti um 0,75 pró­sent­ur en taldi sig engu að síður geta fall­ist á til­lögu seðlabanka­stjóra. Einn nefnd­armaður greiddi at­kvæði gegn til­lögu banka­stjóra og vildi hækka vexti um 1 pró­sentu. 

Bjarni seg­ir að við meg­um ekki gleyma vaxt­armunaviðskipt­un­um sem áttu sér stað hér á landi fyr­ir hrun.

Vaxtamun­ar­viðskipti, sem nefnd eru carry tra­de á ensku, fel­ast í því að lán eru tek­in í ríkj­um þar sem vext­ir eru lág­ir, og féð ávaxtað á mörkuðum þar sem vext­ir eru háir. Þegar ís­lenska banka­kerfið hrundi áttu er­lend­ir fjár­fest­ar  nærri 500 millj­arða króna í skulda­bréf­um sem lokuðust inni vegna gjald­eyr­is­haft­anna. 

Hann seg­ir að rík­is­stjórn­in sé að leita leiða um hvernig megi halda vöxt­um lág­um hér, meðal ann­ars með sam­komu­lagi milli aðila vinnu­markaðar­ins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Frétt Bloom­berg í heild

Már Guðmundsson
Már Guðmunds­son mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK