„Ekkert víst í lífinu“

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu um 0,5 prósentustig í morgun og standa nú í 5,5%. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kemur fram að verðbólguhorfur hafi versnað verulega miðað við síðustu spá bankans vegna niðurstöðu nýgerðra kjarasamninga.

Breytingar á efnahagshorfum frá því í maí megi þannig fyrst og fremst rekja til áhrifa mikilla launahækkana í kjölfar kjarasamninganna og aukins peningalegs aðhalds sem óhjákvæmilega fylgir þeim. Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag kemur hins vegar fram að IKEA hyggst lækka vöruverð sitt um 2,8% að meðaltali. Ástæðan sé m.a. styrking gengis krónunnar gagnvart evru , aukinn ferðamannastraumur og að nýlegir kjarasamningar hafi reynst skaplegri en stefndi í á tíma.

Seðlabankastjórinn Már Guðmundsson segir vissulega ánægjulegt ef fleiri fylgja fordæmi verslunarinnar og lækka verð, en bendir þó á að ekkert sé víst hvað varðar framtíðarhorfur og varast beri að draga of víðtækar ályktanir af ákvörðuninni.

Fréttir mbl.is:

Stýrivextir hækka í 5,5%

Segir svigrúm til lækkunar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka